fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Ekki allir ánægðir með komu Guðjóns: Rifrildi og umdeildur brottrekstur – ,,Einhvers staðar var farið yfir strikið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon í dag og fór þar yfir ýmis mál.

Brynjar átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék lengi í atvinnumennsku eða alveg frá 1998 til ársins 2013.

Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Stoke og Reading og vann með Guðjóni Þórðarsyni hjá Stoke.

Guðjón þjálfaði Stoke frá 1999 til 2002 en hann kom liðinu upp um deild áður en stjórn félagsins ákvað að láta hann fara og framlengja ekki samning hans.

Brynjar fer yfir þennan tíma í útvarpsþættinum og viðurkennir að það hafi ýmislegt gengið á – ekki var það allt fallegt.

,,Það var svolítið dramatískt þegar Gaui fer eftir að við vinnum umspilsleikinn,“ sagði Brynjar Björn.

,,Það var skrítið. Ég held að það sé eilíf barátta við stjórn, sérstaklega þegar þú ert í 2.deildinni, barátta um að fá pening og styrkja liðið og við vorum að fara upp um deild. Það var ekkert í augsýn að við gætum bætt við okkur mikið af mönnum, allavegana ekki dýrum mönnum til að styrkja liðið.“

,,Einhvers staðar var farið yfir strikið og menn voru ósáttir en leiðinlegt fyrir Guðjón að fá ekki að halda áfram með liðið í 1. deildinni.“

Það voru ekki allir sáttir við komu Guðjóns til Stoke en hann tók við af Gary Megson sem var vinsæll hjá félaginu.

Guðjón er ekkert lamb að leika sér við og var með sína hugmyndafræði og sínar hugmyndir um hvaða leikmenn væru nógu góðir.

,,Það var mikið af Írum og Bretum, hans aðferðir fóru vel í flesta. Hann tekur við liði sem var mjög hliðhollt þjálfaranum Gary Megson og kemur á erfiðum tímapunkti inn.“

,,Það voru menn sem voru ekki sáttir við að Gaui væri að koma, að allt myndi fyllast af mönnum frá Skandinavíu eða Íslandi eða hinum og þessum.“

,,Það var tekist á þarna, innan veggja og úti á velli. Það voru ekki allir sáttir, leikmennirnir sem voru fyrir og hann vildi ekki hafa en það þurfti að taka til í hópnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche