fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári týndi Audi bílnum sínum í Barcelona: „Enginn mundi fyrir sitt litla líf hvar þessi bíll væri“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands ræddi ýmsa hluti í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf sem Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi stýra. Þessi magnaði leikmaður átti ótrúlegan feril.

Hugi þekkir ágætlega til Eiðs og heimsótti hann þegar hann lék með Barcelona, sökum þess gat hann rifjað upp sögu af Eiði þegar hann var í heimsókn. ,,Það er fyndið að þú skulir segja þetta, því þú varst með í þeirri ferð. Þú varst með í bílnum þegar við lögðum honum einhvers staðar,,“ sagði Eiður um söguna sem Hugi rifjaði upp.

Þá höfðu þeir félagar farið út að borða á Audi bifreið sem Eiður átti, þegar sækja átti bílinn degi síðar. Fannst hann ekki, það vissi enginn hvar bílnum hafði verið lagt. ,,Ég er rosalega slæmur í myrkvi, ég er rosalega áttavilltur oft á tíðum. Þarna var ég ekki búinn að vera lengi í Barcelona, þekkti borgina ekki inn og út. Svo keyrðum við inn í bæ og fengum okkur að borða, fengum okkur smá rauðvín með matnum.“

Að lokinni máltíð, var bílinn því skilinn eftir. ,,Bíllinn var skilinn eftir, við vorum fjórir saman og enginn okkar mundi fyrir sitt litla líf hvar þessi bíll væri.“

Eftir nokkra daga þá ákvað Eiður að senda mann sem þekkti til í borginni og hafði hjápað sér með hin ýmsu mál. ,,Hann fannst á endanum, það var einn félagi minn sem hjálpaði mér mikið. Skutla eða keyra börnin á æfingar og svona, Beto frá Brasilíu. Ég sendi hann út meðan ég var á æfingu, að finna bílinn í dagsljósi. Maður er ekki stoltastur af þessari sögu,“ sagði Eiður en Audi bifreiðin fannst á endanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði