Mánudagur 18.nóvember 2019
433Sport

Hjörvar botnar ekki í því hvernig málin eigi að virka í Garðabæ: „Rekur þá Rúnar Páll Óla Jó? Rekur Stjarnan Rúnar Pál og ræður Óla Jó?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna. Hann gerði það nú rétt í dag. Hann mun stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni. 433.is greindi fyrst allra frá ráðningunni. Hann gerir tveggja ára samning.

Rúnar Páll er á leið í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en Ólafur mun stýra skútunni með honum. ,,Við erum búnir að spjalla saman síðustu daga, það er hrikalega öflugt að fá þann besta við hlið mér. Mann sem hefur unnið flesta titla á Íslandi, frábært fyrir mig að vinna með honum. Stoltur af því að hann hafi viljað koma og starfa í okkar frábæru félagi,“ sagði Rúnar Páll.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football fjallar um málið á Facebook síðu sinni í kvöld. „Óli Jó er líklega sigursælasti þjálfari Íslands frá upphafi og hann er enginn aðstoðarþjálfari,“ segir Hjörvar en Ólafur er þjálfari liðsins ásamt Rúnari, ekki aðstoðarþjálfari.

Hann segir að forseti Real Madrid myndi sem dæmi, ekki fá Jose Mourinho til að stýra Real Madrid með Zidane í dag. „Það má setja þetta þannig upp að þó að það gangi illa hjá Real Madrid í dag þá er Florentino Perez ekki að fara að sækja Jose Mourinho til að vera með Zidane, því annað hvort stjórnar Zidane liðinu eða Mourinho“

„Hvað gerist ef það fer að ganga illa, rekur þá Rúnar Páll Óla Jó? Mögulega. Rekur Stjarnan Rúnar Pál og ræður Óla Jó?“

Umræðu Hjörvars má sjá hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er staðan á fimm stjörnum Liverpool sem voru í vandræðum á síðustu dögum

Þetta er staðan á fimm stjörnum Liverpool sem voru í vandræðum á síðustu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk ekki með Hollandi – Farinn heim

Van Dijk ekki með Hollandi – Farinn heim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Raggi Sig: Mér leið hálf asnalega á vellinum

Raggi Sig: Mér leið hálf asnalega á vellinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sindri Snær setur hanskana á hilluna: Rúnar fær mikið lof

Sindri Snær setur hanskana á hilluna: Rúnar fær mikið lof
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?