Miðvikudagur 13.nóvember 2019
433Sport

Rifjar upp þegar Guðjón Þórðarson mölbraut úr sitt í reiðikasti: „Ég elskaði hann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina voru 20 ár frá því að Íslendingar keyptu enska félagið, Stoke City. Guðjón Þórðvarson var ráðinn þjálfari og gerði vel, hann kom félaginu upp í næst efstu deild.

Gunnar Gíslason var stjórnarformaður félagsins, þá 33 ára gamall. Sá yngsti í sögu enska fótboltans á þeim tíma. ,,Okkar markmið er að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gunnar þegar Íslendingar, keyptu félagið. Með í hópnum voru Ásgeir Sigurvinsson og Elfar Aðalsteinsson. Þeir seldu félagið aftur nokkrum árum síðar.

Guðjón eins og alltaf var kokhraustur þegar hann tók starfið. ,,Ég hef sjálfstraust, ég hef reynsluna og þekkinguna til að gera Stoke City að betra liði, vonandi kem ég okkur í fremstu röð,“ sagði Guðjón fyrir 20 árum. Hann var stjóri Stoke frá 1999 til 2002.

Peter Thorne, fyrrum sóknarmaður Stoke rifjar upp stjóratíð Guðjóns við staðarblaðið. ,,Hann var alveg ruglaður en á mjög góðan hátt. Ég elskaði hann, hann hafði rosalega ástríðu. Sá mestu á mínum ferli,“ sagði Thorne.

Thorne rifjaði upp atvik þegar Guðjón braut úr sitt. ,,Þegar hann reiddist þá varð hann alveg vitlaus, ég man eftir atviki í hálfleik á einum leik. Við höfðum spilað hræðilega, hann reif af sér úrið og nelgdi því í vegginn. Það brotnaði í þúsund mola.“

,,Hann gat verið mjög skemmtilegur, hann faðmaði leikmenn og lofsöng þá. Hann minnir á þjálfara eins og Jurgen Kopp, þetta eru stórar sem geta alltaf brosað en fá það besta úr sínum leikmönnum.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Það var búið að senda Sterling heim: Var í bílnum þegar Southgate hætti við

Það var búið að senda Sterling heim: Var í bílnum þegar Southgate hætti við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ökklavandræði hjá Liverpool: Salah á leið í myndatöku og Robertson meiddist með landsliði

Ökklavandræði hjá Liverpool: Salah á leið í myndatöku og Robertson meiddist með landsliði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo fær enga refsingu fyrir ófagmannlega hegðun

Ronaldo fær enga refsingu fyrir ófagmannlega hegðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterling játar mistök: Reyndi að taka hann hálstaki í matsalnum

Sterling játar mistök: Reyndi að taka hann hálstaki í matsalnum