Föstudagur 06.desember 2019
433Sport

Ágúst segir frá fundinum þar sem hann var rekinn: Fjölmiðlar sögðu frá málinu talsvert áður – „Ég fékk aldrei svör við ástæðunni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason, var rekinn úr starfi hjá Breiðabliki í haust en uppsögn hans kom talsvert á óvart. Árangur hans í Kópavogi var góður að flestra mati, stjórn Breiðabliks var ekki á sama máli. Ágúst var rekinn en sögusagnir um slíkt höfðu verið á kreiki um langt skeið.

,,Ég bjóst ekki við þessu, það komu sögusagnir 4-5 vikum fyrir síðasta leik. Þá kom í umræðuna, sem fjölmiðlafólk náði að halda í gangi í langan tíma. Ég fékk spurningar um þetta eftir marga góða sigra, mér fannst það einkennilegt,“ sagði Ágúst sem var í starfi í tvö ár hjá Blikum. Hann segir þetta í FantasyGandalf þættinum.

Blikar réðu Óskar Hrafn Þorvaldsson, til starfa og var orðrómur um ráðningu hans byrjaður löngu áður en hann var staðfestur í starfið. ,,Þetta voru það sem fjölmiðlarnir heyrðu, sem reyndist svo vera rétt. Maður leggur 2 og 2 saman, þá er ég látinn fara. Það hlýtur eitthvað að hafa verið til í þessu.“

Ágúst var að vona að þessar sögusagnir væru ekki réttar en hann var kallaður á fund undir lok móts. ,,Ég áttaði mig á ekki því fyrr en nokkrum dögum fyrir síðasta leik, þá hitti ég stjórnarmenn. Þá fékk ég annan fund á mánudegi, þar sem mér var tjáð að ég yrði ekki áfram. Ég fékk að ráða því hvort ég myndi stýra KR leiknum, mér fannst ekkert annað koma til greina en að klára dæmið. Af virðingu við leikmenn og stuðningsmenn. Við töpuðum leiknum en ég fékk rosalega góða strauma frá stuðningsmönnum og leikmönnum eftir leikinn, gott augnablik fyrir mig. Það voru allir sammála um að þetta væri fúlt og ekki sanngjarnt.“

,,Ég geng sáttur frá borði, ég gat verið stoltur af framlagi okkar. Það gengur mikla meira á, klefinn og félagið sem styður við þig. Ég gekk sáttur frá borði, út með kassann og klár í næsta verkefni. Svona er fótboltaheimurinn, ég upplifði það.

Ágúst var beðinn um að segja frá fundinum þegar hann var rekinn. ,,Þetta var góður fundur, það var enginn reiður eða neitt. Ég var svekktur, ég var klár í að gera ýmislegt. Það var ekki, ákvörðunin var klár. Ég fékk aldrei svör við ástæðunni, það þarf að spyrja þá.“

Ágúst Gylfason var svo skömmu eftir brottreksturinn ráðinn þjálfari Gróttu, sem eru nýliðar í Pepsi Max-deild karla.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu furðulega aðferð sem Van Dijk notaði til að trufla liðsfélaga Gylfa

Sjáðu furðulega aðferð sem Van Dijk notaði til að trufla liðsfélaga Gylfa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri æfingar og faglegri umgjörð ástæða þess að KSÍ fór með allar æfingar til FH

Fleiri æfingar og faglegri umgjörð ástæða þess að KSÍ fór með allar æfingar til FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Klopp staðfestir hópinn sem hann fer með til Katar

Klopp staðfestir hópinn sem hann fer með til Katar
433Sport
Í gær

Sjáðu Mourinho eftir leikinn: Þakkaði öllum fyrir

Sjáðu Mourinho eftir leikinn: Þakkaði öllum fyrir
433Sport
Í gær

Liverpool skoraði fimm á Anfield – Everton í fallsæti

Liverpool skoraði fimm á Anfield – Everton í fallsæti
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Alli gegn United – Fyrsta snertingin í heimsklassa

Sjáðu stórbrotið mark Alli gegn United – Fyrsta snertingin í heimsklassa
433Sport
Í gær

Sjáðu móttökurnar sem Terry fékk á Stamford Bridge

Sjáðu móttökurnar sem Terry fékk á Stamford Bridge