Föstudagur 17.janúar 2020
433

Svakalegur leikur á Spáni er Chelsea gerði jafntefli

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram frábær leikur í Meistaradeildinni í kvöld en Valencia og Chelsea áttust við á Spáni.

Bæði lið voru með sjö stig í riðlinum fyrir viðureign kvöldsins sem endaði með jafntefli.

Carlos Soler kom Valencia yfir í fyrri hálfleik en aðeins mínútu seinna jafnaði Mateo Kovacic fyrir Chelsea.

Christian Pulisic kom Chelsea svo yfir í seinni hálfleik áður en heimamenn fengu vítaspyrnu.

Dani Parejo steig á punktinn en Kepa Arrizabalaga í marki Chelsea varði meistaralega frá honum.

Áður en flautað var til leiksloka jafnaði Valencia þó metin en Daniel Wass skoraði þá rosalegt mark með fyrirgjöf sem endaði í netinu. Lokastaðan, 2-2.

Í hinum leiknum sem var að ljúka vann Zenit sterkan sigur en liðið hafði betur 2-0 gegn Lyon.

Valencia 2-2 Chelsea
1-0 Carlos Soler(41′)
1-1 Mateo Kovacic(42′)
1-2 Christian Pulisic(53′)
2-2 Daniel Wass(82′)

Zenit 2-0 Lyon
1-0 Artem Dzyuba(42′)
2-0 Magomed Ozdoev(84′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndina: Birkir mættur til Brescia – Forsetinn vill helst ekki kynna hann í dag

Sjáðu myndina: Birkir mættur til Brescia – Forsetinn vill helst ekki kynna hann í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barátta bakvarða: Samanburður á Wan-Bissaka og Alexander-Arnold

Barátta bakvarða: Samanburður á Wan-Bissaka og Alexander-Arnold
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draumaliðið: Leikmenn United og Liverpool – Ekkert pláss fyrir Salah

Draumaliðið: Leikmenn United og Liverpool – Ekkert pláss fyrir Salah
433
Fyrir 8 klukkutímum

Kristín Erna úr ÍBV í KR

Kristín Erna úr ÍBV í KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líklegt að stig verði tekin af Rooney og félögum

Líklegt að stig verði tekin af Rooney og félögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðar deilur Gaua Þórðar í Grindavík: Allt varð vitlaust – ,,Ég hef gert hann reiðann áður“

Harðar deilur Gaua Þórðar í Grindavík: Allt varð vitlaust – ,,Ég hef gert hann reiðann áður“