fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
433Sport

Allt vitlaust eftir að Bale hélt á þessum borða í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Wales, golf og Madrid,“ stóð á borðanum sem Gareth Bale, kantmaður Real Madrid og Wales hélt á í gær. Óhætt er að segja að viðbrögðin á Spáni, láti ekki á sér standa.

Bale hélt á borðanum eftir að Wales tryggði sig inn á Evrópumótið í gær, kantmaðurinn er illa liðinn í Madríd.

Zinedine Zidane hefur viljað losna við Bale frá liðinu en ekki tekist það, hann segir leikmanninn elska Wales og golf meira en að spila fyrir Real Madrid.

Stuðningsmenn Wales sáu leik á borði og gerðu borðann fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í gær, kantmaðurinn hafði gaman af. Hann fékk borðann að láni eftir leik og var í miklu stuði.

,,Þetta er komið gott Bale, eins og sést á borðanum þá gerir þú grín að Madrid,“ segir Madrid Sports, fréttavefur um félagið.

Fleiri fjölmiðlar fjalla um málið og ljóst er að Bale fær ekki góðar móttökur þegar hann snýr aftur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“
433Sport
Í gær

Willian kominn í Arsenal

Willian kominn í Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru