Föstudagur 06.desember 2019
433Sport

Þakklátur Kolbeinn ekki alvarlega meiddur: „Lærdómsríkt ferli og miklu meira en bara jákvæð endurkoma“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 20:52

Magnaður leikmaður, Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðar fréttir berast frá Kolbeini Sigþórssyni, ef horft er til þess hvernig fyrstu fréttir af meiðslum honum, á sunnudag voru. Meiðsli Kolbeins eru ekki alvarleg, um er að ræða tognun á ökkla. Sem heldur honum frá keppni í 4-6 vikur.

Meiðslin koma á besta tíma, ef þannig má að orði komast. Kolbeinn og AIK eru á leið í langt vetrarfrí, hann ætti því ekki að missa af neinum leikjum.

Ár Kolbeins hefur verið frábært fyrir hann og íslenska landsliðið, hann hafði misst út tæp þrjú ár í fótbolta vegna meiðsla. Hann hefur að mestu sloppið við meiðsli í ár og getað spilað flesta leiki með AIK og íslenska landsliðinu. Endurkoman, vel heppnuð.

,,Takk AIK og Ísland fyrir að treysta mér og gefa mér tækifæri til að komast aftur á völlinn aftur. Að njóta þess að spila aftur fótbolta, eftir tæp þrjú ár,“ skrifar Kolbeinn í færslu á Instagram í kvöld.

,,Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og miklu meira en bara jákvæð endurkoma fyrir mig.“

Hann tjáir sig svo um meiðslin. ,,Ég mun jafna mig af sködduðum liðböndum í ökkla næstu 4-6 vikur, eftir síðasta leik. Virkilega spenntur fyrir vþí að taka annað vel heppnað skref á næsta ári.“

Kolbeinn er 29 ára gamall en hann er markahæsti leikmaður í sögu Íslands ásamt Eiði Smára Guðjohnsen með 26 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu furðulega aðferð sem Van Dijk notaði til að trufla liðsfélaga Gylfa

Sjáðu furðulega aðferð sem Van Dijk notaði til að trufla liðsfélaga Gylfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri æfingar og faglegri umgjörð ástæða þess að KSÍ fór með allar æfingar til FH

Fleiri æfingar og faglegri umgjörð ástæða þess að KSÍ fór með allar æfingar til FH
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp staðfestir hópinn sem hann fer með til Katar

Klopp staðfestir hópinn sem hann fer með til Katar
433Sport
Í gær

Sjáðu Mourinho eftir leikinn: Þakkaði öllum fyrir

Sjáðu Mourinho eftir leikinn: Þakkaði öllum fyrir
433Sport
Í gær

Liverpool skoraði fimm á Anfield – Everton í fallsæti

Liverpool skoraði fimm á Anfield – Everton í fallsæti
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Alli gegn United – Fyrsta snertingin í heimsklassa

Sjáðu stórbrotið mark Alli gegn United – Fyrsta snertingin í heimsklassa
433Sport
Í gær

Sjáðu móttökurnar sem Terry fékk á Stamford Bridge

Sjáðu móttökurnar sem Terry fékk á Stamford Bridge