fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
433Sport

Eiður Smári orðaður við þjálfarastarf hjá FH: „Ég held að þetta sé bara bull“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég er búinn að heyra nokkrum sinnum, að Eiður Smári gæti farið að aðstoða Óla Kristjáns hjá FH,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football í þætti dagsins.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur þetta ekki komið á borð FH og ku ekki vera til umræðu. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins og sérfræðingur Símans, um enska boltann.

,,FH er með Guðlaug Baldursson og Ásmundur Haraldsson, sem aðstoðarþjálfara. Hvað á Eiður Smári að koma líka?. Það myndu öll lið taka Eið Smára en ætlar FH að vera með þrjá aðstoðarþjálfara?,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur og þjálfari Njarðvíkur.

Hjörvar telur að þessar sögur séu ekki réttar. ,,Ég held að þetta sé bull, en væri gott ekki gott fyrir Eið að vera í snertingu við fótbolta á hverjum degi og læra þannig að vera þjálfari. Í stað þess að mygla í Errea úlpu í Laugardalnum.“

Kristján Óli Sigurðsson, hefur reglulega rætt um meint fjárhagsvandræði félagsins. ,,Mér finnst líklegra að allir leikmenn FH fái útborgað 1. desember, en að þetta gerist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“
433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun