fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Dagný þurfti að selja bílinn sinn svo dæmið myndi ganga upp: „Kvennaknattspyrnan og KSÍ eru ekki komin nógu langt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu segir launin ekki vera næg til að hún geti stundað hana. Dagný gekk í raðir Selfoss á dögunum, hún hafði leikið í Bandaríkjunum. Vísir fjallar um málið.

Dagný eignaðist barn á síðasta ári, hún segir dæmið ekki ganga upp þegar barn, atvinnumennska og landsliðsverkefni séu á listanum. Hún gafst því upp á atvinnumennsku.

Launin í kvennaknattspyrnu komast ekki nálægt því sem gerist hjá körlunum, áhuginn er ekki eins mikill en hefur aukist. Hún og unnusti hennar þurftu að selja bílinn sinn, svo dæmið myndi ganga upp.

„Því miður er kvennaboltinn ekki kominn lengra en þetta. Dæmið gengur því miður bara ekki upp. Til þess að dæmið gekk upp hjá okkur í ár þá seldum við bílinn okkar, leigðum út 88 fermetra íbúðina okkar í Airbnb sem hún yndislega tengdamóðir mín sá um svo við ættum fyrir útborgun og Ómar tók 6 mánaða fæðingarorlof,“
sagði Dagný.

„Stærsta ákvörðunin var þó sú að ég er mamma og það er það skemmtilegasta í heimi sem að ég geri. Èg get ekki verið framúrskarandi mamma og bæði landsliðsmaður og atvinnumaður. Kvennaknattspyrnan og KSÍ eru ekki komin nógu langt til að dæmið gangi upp, því miður!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi
433Sport
Í gær

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig