fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
433Sport

Dómarinn sem sendi Rúrik í sturtu gegn Finnum verður með flautuna í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 10:30

Pavel verður með flautuna í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Það kemur í hlut Tékkans Pavel Královec að dæma leik Íslands og Moldóvu í síðasta leik okkar í undankeppni Evrópumótsins næsta sumar. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma en 21:45 að staðartíma.

Pavel til aðstoðar verða Ivo Nadvornik og Tomáš Mokrusch. Fjórði dómari leiksins er Miroslav Zelinka.

Pavel Královec er fæddur árið 1977 og er reynslumikill dómari. Hann dæmdi í undankeppni EM árið 2008 og hefur einnig dæmt í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni. Pavel dæmdi fjóra leiki í undankeppni HM 2018, þar á meðal var leikur Finnlands og Íslands í september 2017.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Finna en í leiknum fékk Rúrik Gíslason að líta rauða spjaldið. Rúrik hafði komið inn á sem varamaður í leiknum en rúmum fimmtán mínútum síðar var hann farinn af velli með tvö gul spjöld. Í samantekt Vísis frá leiknum kom fram að Pavel hafi átt slakan leik.

„Slakur dómari leiksins, Pavel Královec, var í sviðsljósinu í fyrri hálfleik. Tim Sparv, fyrirliði Finnlands, komst upp með að gefa Alfreð olnbogaskot og Robin Lod slapp á einhvern óskiljanlegan hátt með gult spjald þegar hann fór með sólann í legginn á Alfreð. Þá eru ótaldar nokkrar ákvarðanir Královec sem orkuðu tvímælis,“ segir í umfjöllun Vísis frá 2017.

Eins og að framan greinir er Pavel þó reynslumikill dómari sem hefur fengið nokkra stóra leiki á undanförnum árum. Hann dæmdi tvo leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og fjóra leiki árið þar á undan, þar á meðal leik Manchester City og Basel í 16-liða úrslitum keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Manchester United enn í fimmta sæti eftir dramatískt jafntefli

Manchester United enn í fimmta sæti eftir dramatískt jafntefli
433Sport
Í gær

Pabbi Haaland sá myndbandið: Segir honum að hætta – ,,Þetta er ekki fyrir þig“

Pabbi Haaland sá myndbandið: Segir honum að hætta – ,,Þetta er ekki fyrir þig“
433Sport
Í gær

Sjáðu reiðiskast Robertson: Verður ekki refsað – ,,Þið sáuð ekki neitt allan leikinn“

Sjáðu reiðiskast Robertson: Verður ekki refsað – ,,Þið sáuð ekki neitt allan leikinn“
433Sport
Í gær

Stórstjarna enn föst á hóteli – Borgaði risaupphæð til að sleppa

Stórstjarna enn föst á hóteli – Borgaði risaupphæð til að sleppa
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Haaland með dólgslæti um helgina – Sparkað út af skemmtistað

Sjáðu atvikið: Haaland með dólgslæti um helgina – Sparkað út af skemmtistað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Lampard: Ég lærði mikið í dag og gleymi því ekki

Lampard: Ég lærði mikið í dag og gleymi því ekki
433Sport
Fyrir 3 dögum

Klopp: Vorum reiðir út í dómarann

Klopp: Vorum reiðir út í dómarann