Það var hiti á milli Lionel Messi og Tite í gær er Argentína lagði Brasilíu 1-0 í æfingaleik.
Tite er landsliðsþjálfari Brassa en hann var ósáttur á hliðarlínunni er Messi var ekki gefið gult spjald fyrir brot.
Messi heyrði kvörtun Tite og sagði honum að halda kjafti – hann fékk sama svar til baka.
,,Ég kvartaði því Messi átti að fá gult spjald, hann sagði mér að halda kjafti og ég sagði það sama við hann,“ sagði Tite.
,,Ég vil ekki svara fleiri spurningum. Það þurfti sterkan dómara þarna því Messi mun gleypa þig.“
,,Þetta hefði átt að vera gult spjald og ég réttilega kvartaði yfir því.“