Föstudagur 13.desember 2019
433Sport

Eiður elskar ekki lífið á Íslandi: Fyrsti veturinn var mjög erfiður – ,,Sá ekki fyrir mér að ég myndi búa hérna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og það er góð ástæða fyrir því.

Eiður er hættur í dag eftir farsælan feril og vinnur og býr hér heima. Hann bjó áður víðsvegar í Evrópu og meðal annars í Barcelona.

Hann var gestur í spjallþætti Loga Bergmanns Eiðssonar í gær og fóru þeir félagarnir yfir ýmis mál.

Eiður viðurkennir að hann eigi erfitt með að búa á Íslandi eftir að hafa kynnst hitanum í öðrum löndum.

,,Ég á ekki auðvelt með að vera á Íslandi, ég sá ekki fyrir mér að ég myndi búa hérna. Það hefur verið smá pakki að eiga við það, ég átti mjög erfitt með fyrsta veturinn,“ sagði Eiður.

,,Myrkrið og kuldinn, ég er ekki kuldaskræfa. Þá finnst mér lífið á Íslandi ekkert sérstaklega auðvelt. Ég sakna útiveru á Spáni, ég er ekki mikið fyrir að fara á fjöll. Bara að sitja úti.“

Eiður bjó einnig lengi í London og kom við í Monaco og Belgíu síðar á ferlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool þarf engan nema Messi

Liverpool þarf engan nema Messi
433Sport
Í gær

Liverpool gefur fótbolta áritaðan af leikmönnum liðsins á uppboð til styrktar Aroni Sigurvinssyni

Liverpool gefur fótbolta áritaðan af leikmönnum liðsins á uppboð til styrktar Aroni Sigurvinssyni
433Sport
Í gær

Aron Elís að semja við Helsingborg?

Aron Elís að semja við Helsingborg?