fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Sindri hefur aldrei séð neinn jafn illan: „Reif af sér heyrn­ar­tól­in og reifst og skammaðist“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 11:31

Teemu Pukki er stjarna Finnlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu ætlar að fagna með Finnum á morgun, þegar þeir tryggja sig að öllum líkindum inn á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu karla.

Finnar mæta þá Liechten­stein á heimavelli, sigur þar kemur liðinu á Evrópumótið á næsta ári.

,,Það verður auðvelt að sam­gleðjast Finn­um tryggi þeir sér sæti á EM á morg­un. Þar með yrði karla­landslið þjóðar­inn­ar í fót­bolta með á stór­móti í fyrsta sinn næsta sum­ar. Þeim dug­ar að vinna læri­sveina Helga Kolviðsson­ar í Liechten­stein í Hels­inki og finnska þjóðin hleður svo vænt­an­lega í góða sig­ur­hátíð í kjöl­farið, ef til vill með landsliðsmönn­un­um sjálf­um á miðbæj­ar­torgi líkt og haust­kvöld eitt í Reykja­vík 2015,“ skrifar Sindri og minnist þess þegar Ísland tryggði sig inn á Evrópumótið árið 2016.

Ísland vann Finna með eftirminnilegum hætti árið 2016, þá urðu Finnar öskureiðir og Sindri rifjar það upp.

,,Ég mun sam­gleðjast Finn­um ef til vill meira en ella vegna þess með hve „ljót­um“ hætti við unn­um þá á Laug­ar­dals­velli í undan­keppni HM. Ég hef eng­an séð eins ill­an og lýs­anda finnska sjón­varps­ins, sessu­naut minn á leikn­um, sem reif af sér heyrn­ar­tól­in eft­ir leik og reifst og skammaðist, upp­full­ur af rétt­látri reiði. Ísland skoraði nefni­lega tvö mörk á loka­mín­út­un­um, í 3:2-sigri, og sig­ur­markið átti klár­lega ekki að standa.“

Þennan leik má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Í gær

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“