fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Plús og mínus: Eitrað andrúmsloft í Istanbúl – Eitt stig og Ísland ekki beint á EM

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Íslenska spilaði við Tyrkland í kvöld í næstsíðasta leik sínum í forkeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Eins og við var að búast var leikurinn erfiður, enda Tyrkir gríðarlega vel hvattir áfram af rúmlega 50 þúsund áhorfendum sem vildu sjá sína menn tryggja EM-sætið á heimavelli.

Þó að Íslandi hafi gengið vel gegn Tyrkjum á undanförnum árum hafa Tyrkir ávallt haft góða leikmenn innan sinna raða. Nú búa Tyrkir einnig yfir frábærri liðsheild sem hefur vantað mörg undanfarin ár. Íslenska liðið gaf því tyrkneska ekkert eftir og var betri aðilinn framan af leik þó lítið hafi verið um færi. Tyrkir létu boltann ganga betur í síðari hálfleik og voru hættulegri en Ísland átti ef til vill bestu færin, sérstaklega eftir darraðadansinn í vítateig Tyrkja á 82. mínútu. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum undir lokin en lokatölur 0-0 í leik sem var ekki mikið fyrir augað.

Plús:

-Íslenska liðið virtist ekki láta baulið í tyrkneskum áhorfendum undir þjóðsöngnum hafa áhrif á sig. Það getur verið taugatrekkjandi að spila í svona eitruðu andrúmslofti eins og var í Istanbúl í kvöld. Ísland byrjaði leikinn betur og virtust Tyrkirnir frekar vera taugaóstyrkir enda undir mikilli pressu frá eigin stuðningsmönnum.

-Íslenska liðið lokaði vel á Tyrki enda kom fyrsta alvöru færið þeirra ekki fyrr en eftir um hálftíma leik þegar Burak Yilmaz skallaði yfir markið. Tyrkir fundu afar fáar glufur á íslensku vörninni sem stóð fyrir sínu og gott betur en það allan fyrri hálfleikinn. Tyrkir létu boltann ganga betur í seinni hálfleik án þess að skapa hættuleg færi.

-Guðlaugur Victor Pálsson átti mjög fínan leik í hægri bakverðinum og studdi vel við Jón Daða Böðvarsson og svo Arnór Sigurðsson þegar hann kom inn á. Hann virðist vera að finna sig betur og betur í þessari stöðu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska liðið.

-Heilt yfir leysti Birkir Bjarnason stöðuna á miðjunni mjög vel; hann var mjög fastur fyrir og góður á boltanum þó hann hafi gleymt sér í færinu sem Yilmaz fékk í fyrri hálfleik. Birkir er ekki kantmaður lengur og hans framtíð er á miðjunni og hvergi annars staðar.

-Það er alltaf gaman að sjá nýja leikmenn fá tækifæri í landsliðinu. Mikael Neville Anderson kom inn á undir lokin en þessi efnilegi leikmaður Midtjylland var að spila sinn fyrsta keppnisleik. Þarna er á ferðinni leikmaður sem gæti látið mikið til sín taka í framtíðinni. Mikael átti fína innkomu í kvöld.

Mínus:

-Það var áfall að missa Alfreð af velli svona snemma leiks, ekki síst vegna fjarveru Viðars Arnar Kjartanssonar. Alfreð og Kolbeinn hafa heldur ekki leikið marga leiki saman í framlínunni og það hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn þróaðist með þá báða á vellinum. Alfreð hefur glímt reglulega við meiðsli undanfarin misseri og meiðslin nú koma ekki á góðum tíma fyrir hann.

-Stuðningsmenn Tyrkja fá feitan mínus fyrir baulið undir þjóðsöng Íslands. Það heyrðist varla í þjóðsöngnum fyrir hávaða og það særði þjóðarstoltið. Tyrkir kvörtuðu undan dónaskap þegar þeir komu til Íslands í sumar en þetta var full mikið af því góða.

-Þó að okkur hafi tekist að loka vel á sóknarleik Tyrkjanna gekk okkur illa að skapa færi. Það er gömul saga og ný og eitthvað sem hefur háð íslenska liðinu í þessari undankeppni. Við treystum um of á föst leikatriði og að Gylfi Þór finni glufur á bak við vörn andstæðinganna.

-Ísland varð að vinna í kvöld en það tókst ekki. Líkurnar fyrir leikinn voru ekki ýkja miklar enda eiga Tyrkir eftir leik gegn Andorra sem ætti að vinnast ef allt er eðlilegt. Ísland þarf því líklega að fara í gegnum umspil til að eiga möguleika á EM-sæti en þar gætu sterkar þjóðir beðið okkar. Það er því ekki víst að það verði EM-ævintýri á Íslandi sumarið 2020 eins og var sumarið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi
433Sport
Í gær

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig