fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Óli Jó treysti ekki Gary Martin: „Hann var með skot á mig en hann féll nú reyndar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, nú þjálfari Stjörnunnar hefur í fyrsta sinn tjáð sig um málefni Gary Martin, að alvöru. Það gerir hann í spjalli við Huga Halldórsson og félaga í FantasyGandalf. Ólafur var þjálfari Vals í sumar þegar Gary Martin var sparkað af Hlíðarenda.

Það vakti mikla athygli í sumar þegar Valur sparkaði Gary Martin í burtu eftir nokkra leiki, mikið af sögusögnum fór á kreik. Málið vakti mikla athygli.

,,Gary er fínn leikmaður enda varð hann markakóngur í deildinni. Hann var með skot á mig í því samhengi en hann féll nú reyndar. Það stendur upp úr, ekki það að hann hafi verið markakóngur. Liðsfélagar hans hefðu frekar viljað skipta markakóngstitlinum út. Á einhverjum tímapunkti fannst mér þetta vera gott svo hann fór,“ sagði Ólafur við FantasyGandalf.

Ólafur segir að Gary elski að tala við fjölmiðla, hann hafi ekki treyst honum. „Honum finnst gaman að tjá sig í fjölmiðlum og á einum tímapunkti treysti ég honum ekki. Ég held að þetta hafi verið 1-2 æfing sem hann mátti ekki mæta á, svo var hann farinn.“

Ólafur segir ekki neitt eitt atriði hafa orðið til þess að Gary var rekinn frá Val. Það hafi verið uppsafnað. „Það gerðist ekkert þannig lagað. Mér gekk illa að láta hann fara eftir fyrirmælum mínum. Hann átti erfitt með að gera það. Auðvitað var smá aðdragandi að þessu. Þetta gerðist ekki á einni nóttu. Á einhverjum tímapunkti sagðist ég ætla á fund með Gary og að ég vissi ekkert hvað kæmi út úr honum, ég gæti látið hann fara. Þannig endaði það.“

„Auðvitað tek ég þesssar ákvarðanir með hagsmuni liðsins í huga. Hann er öðruvísi en margir aðrir og skemmtilegur líka en hann hentaði ekki á þessum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi
433Sport
Í gær

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig