fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Höddi Magg reiður Óla Jó: Vonar að hann fari að þroskast – „Hlýtur nú að hafa náð botni í mannlegum samskiptum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, sendir Ólafi Jóhannessyni kaldar kveðjur er hann svarar honum í pistli á Facebook í kvöld. Ástæðan fyrir pistlinum eru ummæli sem Ólafur lét falla í hlaðvarpsþættinum, FantasyGandalf í dag.

Ólafur var nokkur hvass í orðum sínum þegar rætt var um Hörð Magnússon og þáttinn sem hann stýrði, Pepi Max-mörkin. Hörður mun ekki stýra þættinum áfram, honum var mjög óvænt sagt upp störfum á dögunum.

Ólafur klagaði Hödda Magg til yfirmanna: ,,Fannst Hörður óheiðarlegur“

Ólafur var þjálfari Vals í sumar en hætti eftir tímabilið. Umræðan í þættinum fór á flug þegar Ólafur ræddi um Gary Martin, enska framherjann sem Valur sparkaði burt frá félaginu, eftir nokkra leiki. Málið vakti mikla athygli. Ólafur sagði að Hörður hefði stýrt umræðunni. ,,Ég vil nú meina að þáttarstjórnandi Pepsi markanna, hafi nú stýrt þessum spurningum og umræðu, út á þá braut sem hún fer. Fyrrverandi starfsmaður þarna, ég held að hann hafi stýrt þessu af miklu leyti,“ sagði Ólafur.

,,Nánast sagt Gary að segja þetta, þegar þú spyrð „Finnst þér Óli hafa stungið þig í bakið?“. Hverju ætlar þú að svara?.“

Hörður er mjög óhress með Ólaf í þessum efnum. ,,Rúmlega sextíu ára gamall fyrrverandi þjálfari Einherja, Skallagríms og fleiri félaga fer hörðum orðum um mig og mína persónu í podcasti. DV skrifaði síðan frétt uppúr þessu. Hann sakar mig m.a. annars um óheiðarleika og sitthvað fleiri,“ skrifar Hörður á Facebook nú í kvöld, það að hann nefni aðeins Einherja og Skallagrím vekur athygli. Ólafur er sigursælasti þjálfari í sögu Íslands með FH og Val og stýrði einnig íslenska landsliðinu. Ljóst má vera að þarna andar köldu á milli.

Ólafur sakaði Hörð um óheiðarleika en þátturinn birti myndband af Ólafi í sumar, þar sem hann bannaði fréttamanni að spyrja út í mál Gary Martin Hann fundaði með yfirmönnum á Sýn vegna málsins, þar lét hann vita af óánægju sinni með vinnubrögðin. ,,Mér fannst Hörður óheiðarlegur við mig, á tímabili, og fór og sagði þeim það hjá Sýn. Ég er oft í veseni með þessa fréttamenn, þeir voru fúlir þegar ég sagðist ekki vilja tala um Gary Martin málið. Sendu póst á Val, ég sagði að það mætti ekki spyrja um það. Ég vissi ekki að ég væri í viðtali, þetta var eins og falin myndavél.“

Herði er augljóslega brugðið ef marka má skrif hans. Hann veit ekki hvað Ólafi gengur til. ,,Hvað honum gengur til er erfitt að segja. Hann viðurkennir að hafa klagað mig til minna fyrrverandi yfirmanna. Stórmannlegt eins og hans er von og vísa. Ég vissi af þessari kvörtun. Þessi maður hlýtur nú að hafa náð ákveðnum botni í mannlegum samskiptum. Með von um að hann fari að þroskast.“

Bæði Hörður og Ólafur hafa sterk tengsl við FH, Hörður sóttist eftir því að starfa með Ólafi árið 2005, þegar hannv ar þjálfari. Hann sagði frá málinu við DV, fyrir ári síðan. ,,Það kemur upp 2005, þegar Leifur Garðars hættir sem aðstoðarþjálfari FH þá hef ég samband við Óla Jó og lýsi yfir áhuga á að gerast aðstoðarþjálfari,“ sagði Hörður en Ólafur vildi ekki fá hann til starfa og það andaði köldu.

,,Hann var ekkert sérstaklega hrifinn af því. Við áttum nokkur hressileg orð okkar á milli og það greri ekkert um heilt þarna í tvö ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra