fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Hamren svarar gagnrýninni: ,,Það gefur þeim tækifæri á að skora“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, ræddi við RÚV í kvöld eftir markalaust jafntefli við Tyrki í undankeppni EM.

Ljóst er að Ísland fer ekki beint í lokakeppnina í gegnum þessa riðlakeppni en við þurftum sigur í kvöld.

Hamren er svekktur og svaraði einnig þeim sem sögðu hann gera varnarsinnaða skiptingu með að setja Hörð Björgvin Magnússon inná í seinni hálfleik.

,,Ég er mjög stoltur af strákunum, við gerðum allt sem við gátum og vorum svo nálægt þessu,“ sagði Hamren.

,,Ég er stoltur af frammistöðunni og er svekktur með að ná ekki í sigri í jöfnum leik. Við þurftum smá heppni í þessum færum.“

,,Varnarlega gerðum við gríðarlega vel. Þeir gátu skapað úr skyndisóknum en annars var vörnin góð.“

,,Við getum ekki byrjað að spila með alla frammi of snemma því það gefur þeim tækifæri á að skora.“

,,Ég held að við höfum planað þetta vel þegar Arnór Ingvi þurfti að fara af velli. Það var ennþá mikið eftir af leiknum.“

,,Við töldum að síðustu 6-8 mínúturnar þá getum við sótt meira, ef við gerum það fyrr þá geta þeir skorað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi
433Sport
Í gær

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig