fbpx
Mánudagur 21.september 2020
433Sport

Þjálfari Tyrkja: Allt annar leikur en í sumar – Ætla sér að gera það sem þeir hafa aldrei gert áður

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, er kokhraustur fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun. Tyrkjum dugar eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sig inn í lokakeppni EM næsta sumar, en sigur í síðustu tveimur leikjunum tryggir þeim sigur í riðlinum.

„Við viljum afreka það sem við höfum aldrei gert áður. Vil viljum komast í lokakeppnina sem toppliðið í okkar riðli,“ segir Gunes í leikskrá fyrir leikinn á morgun.

Gunes bendir á að Íslendingar hafi oft reynst Tyrkjum erfiður ljár í þúfu á undanförnum árum, enda Ísland unnið þrjá leiki í röð gegn Tyrkjum.

„Eini tapleikurinn okkar í riðlinum kom gegn þeim en núna er andrúmsloftið allt annað. Það er mikill munur á aðstæðunum núna og aðstæðunum í júní,“ segir Gunes. Á hann við þá staðreynd að Tyrkir eru á heimavelli og geta umfram allt tryggt sér sæti í lokakeppni EM á morgun.

„Stærsti munurinn verður stuðningurinn frá þeim sem mæta á völlinn á morgun. Við viljum að þið sjáið sigur og upplifið saman draum tyrknesku þjóðarinnar um að komast í lokakeppni EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Lengjudeild kvenna: Tindastóll hafði betur gegn ÍA

Lengjudeild kvenna: Tindastóll hafði betur gegn ÍA
433Sport
Í gær

Elsti eftirlifandi sigurvegarinn er látinn

Elsti eftirlifandi sigurvegarinn er látinn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Þetta er flugvélin sem Bale flaug með til London

Sjáðu myndirnar: Þetta er flugvélin sem Bale flaug með til London
433Sport
Í gær

Aftur engir áhorfendur á Íslandi – „Bakslag að smitin hafi gosið svona upp“

Aftur engir áhorfendur á Íslandi – „Bakslag að smitin hafi gosið svona upp“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Rikki ruglaðist í beinni útsendingu – „ERLINGÖÖH“

Sjáðu myndbandið – Rikki ruglaðist í beinni útsendingu – „ERLINGÖÖH“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Thiago mættur á æfingasvæði Liverpool í læknisskoðun

Thiago mættur á æfingasvæði Liverpool í læknisskoðun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta staðfestir að Rúnar sé að koma – Útilokar ekki að kaupa annan markvörð

Arteta staðfestir að Rúnar sé að koma – Útilokar ekki að kaupa annan markvörð