Laugardagur 14.desember 2019
433Sport

Þetta eru liðin sem Ísland getur mætt í umspili eins og staðan er í dag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:24

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir alt í það að Ísland fari í umspil um laust sæti á Evrópumótinu, næsta sumar. Ísland á veika von um að fara beint inn á Evrópumótið, til þess þarf Ísland að vinna Tyrkland á morgun og Moldóvu á sunnudag. Einnig þurfa Tyrkir að missa stig gegn Andorra á sunnudag.

Allt stefnir því í að Ísland fari í fjögurra liða umspil en eins og staðan er í dag kæmi Sviss með Íslandi í umspilið. Sviss hins vegar dugar að vinna Georgíu og Gíbraltar, þá fer liðið beint inn á EM.

Ísland myndi ekki mæta Sviss, misstígi liðið sig og fengi því Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu.

Umspilið fer fram í lok mars á næsta ári og mun Ísland leika fyrri leikinn á heimavelli.

Umspilið eins og staðan er í dag
A deild: Sviss, Ísland, Búlgaría/Ísrael/Rúmenía*
B deild: Bosnía, Wales, Slovakia, Norður-Írland
C deild: Skotland, Noregur, Serbía, Bulgaria/Israel/Romania*
D deild: Georgía, Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland

* Eins og staðan er í dag þyrfti að draga um hvaða lið færu í umspil með Sviss og Íslandi í A-riðli. Þá var dregið um hvort Búlgaría, Ísrael og Rúmenía færu í A-deild, tvö færu þangað og eitt í C-deild.

Undankeppni EM klárast í næstu viku, þá verður ljóst hvaða þjóðir fara beint inn á mótið.

Þessar þjóðir eru áfram á EM eins og staðan er í dag:
England, Tékkland, Úkraína, Portúgal, Holland, Þýskaland, Írland, Danmörk, Króatía, Ungverjaland, Spánn, Svíþjóð, Pólland, Austurríki, Tyrkland, Frakkland, Belgía, Rússland, Ítalía, Finnland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið þegar eitt slakasta lið deildarinnar heimsækir Liverpool

Líkleg byrjunarlið þegar eitt slakasta lið deildarinnar heimsækir Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola segir blöðin ljúga

Guardiola segir blöðin ljúga
433Sport
Í gær

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning
433Sport
Í gær

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“
433Sport
Í gær

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“
433Sport
Í gær

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“