Laugardagur 14.desember 2019
433Sport

Kári: Við ætlum að skemma partýið – Komnir til að vinna Tyrki

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tyrkir hafa gert mjög vel í þessari undankeppni, náð fjórum stigum gegn Frökkum sem hefur komið okkur í erfiða stöðu. Vonandi verður ekki partý í Istanbúl á morgun og við munum gera okkar besta til að tryggja að það gerist ekki,“ sagði Kári Árnason, varnarmaður Íslands, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Tyrkjum á morgun.

Kári sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Erik Hamrén.

Kári sagði að íslenska liðið myndi nálgast þennan leik eins og alla aðra. Það væri enginn að velta fyrir sér mikilvægi leiksins fyrir Tyrki eða þeirri staðreynd að leikurinn fer fram í einhverri mestu ljónagryfju fótboltans.

„Þetta er bara eins og hver annar leikur. Andrúmsloftið er ógnvekjandi, völlurinn er frábær og frábærir stuðningsmenn. Það breytir engu um markmið okkar. Við erum hingað komnir til að vinna,“ sagði Kári en bætti við að Ísland væri vissulega upp við vegg.
„Þeir þurfa bara eitt stig og hafa tvö tækifæri til að ná í þau en við höfum eitt tækifæri til að vinna tvo leiki. Líkurnar eru á móti okkur en við höfum ekki gefist upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið þegar eitt slakasta lið deildarinnar heimsækir Liverpool

Líkleg byrjunarlið þegar eitt slakasta lið deildarinnar heimsækir Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola segir blöðin ljúga

Guardiola segir blöðin ljúga
433Sport
Í gær

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning
433Sport
Í gær

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“
433Sport
Í gær

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“
433Sport
Í gær

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“