Laugardagur 14.desember 2019
433Sport

Áfall fyrir Tyrki: Tosun meiddur og spilar ekki gegn Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Cenk Tosun, einn af lykilmönnum Tyrklands, er meiddur og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Íslandi á morgun. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum nú síðdegis.

Þetta er talsvert áfall fyrir Tyrki enda hefur Tosun skorað 16 mörk í 42 landsleikjum. Hann skoraði sigurmarkið fyrir Tyrki gegn Andorra í uppbótartíma í leik liðanna í október.

Tyrkir eru þó með aðra ágætis leikmenn sem geta vel fyllt skarð hans. Þar ber helst að nefna Burak Yilmaz, framherja Besiktas, sem er markahæstur í hópnum hjá Tyrkjum með 24 mörk í 55 landsleikjum.

Þá er óvissa með það hvort Emre Belozoglu, miðjumaðurinn reyndi og fyrirliði Tyrkja, geti tekið þátt í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli og tók ekki þátt í æfingu Tyrkja í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið þegar eitt slakasta lið deildarinnar heimsækir Liverpool

Líkleg byrjunarlið þegar eitt slakasta lið deildarinnar heimsækir Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola segir blöðin ljúga

Guardiola segir blöðin ljúga
433Sport
Í gær

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning
433Sport
Í gær

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“
433Sport
Í gær

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“
433Sport
Í gær

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“