fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
433Sport

Ronaldo kallaður á fund: Þarf að útskýra glórulausa hegðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, verður ekki sektaður fyrir ófagmannlega hegðun um helgina. Ronaldo var í byrjunarliði Juventus gegn AC Milan en það fyrrnefnda fagnaði að lokum 1-0 sigri.

Ronaldo var þó tekinn af velli eftir 10 mínútur í seinni hálfleik og brást alls ekki vel við þeirri skiptingu. Juventus hefur þó ákveðið að sleppa því að refsa Portúgalanum sem strunsaði beint inn í klefa og hélt heim, áður en leikurinn var á enda.

Ítalskir miðlar segja að Ronaldo hafi öskrað á Maurizio Sarri að hann væri einfaldlega, sonur hóru. Þjálfarinn ætlar ekki að gera meira úr því en leikmenn Juventus búast við afsökunarbeiðni frá Ronaldo.

Gazzetta dello Sport segir frá því að Ronaldo verði hins vegar kallaður á fund eftir landsleikjafríið. Hann verður beðinn um að útskýra hegðun sína.

Forráðamenn Juventus eru óhressir með að Ronaldo hafi farið heim áður en leikurinn er á enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“
433Sport
Í gær

Willian kominn í Arsenal

Willian kominn í Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru