fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Íslendingar kalla Sterling kuntu, pissudúkku og rasshaus: Ottó kallar eftir því að fólk fyrirgefi

433
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, verður ekki með enska landsliðinu í undankeppni EM á fimmtudag. Þetta var staðfest í gær en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, gaf frá sér stutt skilaboð. Þessar fregnir voru staðfestar stuttu eftir að greint var frá heiftarlegu rifrildi Sterling við Joe Gomez á æfingu enska liðsins.

Sterling og Gomez höfðu átt í átökum á sunnudag þegar Liverpool vann góðan sigur á Manchester City. Ensk blöð segja að Gomez og Sterling hafi skipst á orðum í matsal enska landsliðsins. Sterling varð afar reiður og reyndi að taka Gomez hálstaki, áður en stigið var á milli þeirra.

Íslenskir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi hafa sérstaklega gaman af þessum óförum Sterling, þeim er afar illa við hann eftir að hann fór frá félaginu. Sterling fór frá Liverpool árið 2015, hann hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina í tvígang.

Sigurður vandar þessum öfluga leikmanni ekki kveðjurnar. ,,Sterling er mesta kunta jarðar. Sýnir það þarna í eitt skipti fyrir öll. Sorrý með mig ég bara þoli ekki þennann karakter,“ skrifar Sigurður

Guðmundur Jensson leggur orð í belg. ,,Eitt sinn rasshaus, alltaf rasshaus…“

Björn Sverrisson bætur um betur og kallar þennan enska landsliðsmenn pissudúkku ,,Æi greyið pissudúkkan,“ skrifar Björn.

Ottó Marwin Gunnarsson kallar eftir því að stuðningsmenn Liverpool fyrirgefi Sterling, hvernig hann kom fram sumari 2015 þegar hann vildli ólmur fara frá Liverpoo. ,,Ég vildi óska þess að við myndum klára þennan Sterling pakka. Ég fór á Liv – Shitty í fyrra og baulaði með fullri reisn þegar tuðran kom nálægt Sterling, síðan þá hef ég séð allt það sem hann er að gera er tengist góðgerðarstarfsemi – borgar fyrir jarðarfarir, fastagestur á barnaspítalan, æfingar með special needs börnum og fl,“ skrifar Ottó

,,Hann fer frá okkur með fráleittum hætti, og hefur verið að gjalda fyrir það síðan en mér finnst Liverpool vera á þeim stað að það þá fara fyrirgefa honum þessi skipti og fara bjóða hann velkominn aftur þegar hann mætir.“

Umræðuna af Facebook síðu Liverpool á Íslandi má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi

Sjáðu myndirnar: Joe Hart í mögnuðu formi
433Sport
Í gær

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig

Kópavogsliðin skora mest og fá fæst mörk á sig