fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
433Sport

Snéri aftur í gær: Varð fyrir fólskulegri árás í fyrra – Klopp elskaði að hitta hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fagnaðarfundir á Anfield í gær þegar Sean Cox, stuðningsmaður félagsins mætti á sinn fyrsta leik í rúmt ár. Cox varð fyrir fólskulegri árás árið 2018, þegar hann var á leið á leik Liverpool og Roma.

Cox slasaðist alvarlega eftir árásina en hefur síðan þá verið í endurhæfingu, batinn er talsverður en Cox er þó fastur við hjólastól. ,,Ég hitti Sean eftir leik, það var magnað,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool eftir 3-1 sigur á Manchester City i gær.

,,Það var virkilega gaman að hitta á hann. Hann var glaður að hitta mig, ég var jafn glaður að sjá hann aftur á vellinum.“

Sean hefur gengið í gegnum erfiða tíma en það gleður hann að sjá sitt félag, á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og er líklegt til þess að vinna loks deildina eftir 30 ára bið.

,,Þetta var afar gott, hann var með konunni sinni og stráknum. Þetta var frábær dagur fyrir þau. Ef hann flytur í borgina þá gefum við honum ársmiða.“

,,Það skipti leikmenn liðsins máli að vita af því að Cox væri að koma á leikinn, að hann gæti verið með okkur.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fór frá Liverpool með látum en hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri

Fór frá Liverpool með látum en hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að missa starfið sitt

Þessir eru líklegastir til að missa starfið sitt
433Sport
Í gær

20 dýrustu í sögunni – Manchester United hirðir efstu sætin

20 dýrustu í sögunni – Manchester United hirðir efstu sætin
433Sport
Í gær

Jafntefli á Víkingsvelli

Jafntefli á Víkingsvelli