fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
433Sport

Eiður Smári átti örlagaríkt samtal við Mourinho: Tók djarfa ákvörðun – ,,Get ekki sagt þetta við þig

433
Laugardaginn 9. nóvember 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári átti örlagaríkt samtal við Mourinho: Tók djarfa ákvörðun – ,,Get ekki sagt þetta við þig“

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, var gestur í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf á dögunum.

Eið þekkja allir Íslendingar en hann var frábær fótboltamaður og lék með stórliðum á ferlinum.

Hann ræddi á meðal annars þá ákvörðun að yfirgefa Chelsea á sínum tíma og tók skrefið til Barcelona.

Jose Mourinho var þá stjóri Chelsea en hann og Eiður áttu í góðu sambandi og var ákvörðunin að fara sameiginleg.

,,Þetta byrjaði á áhuga Real Madrid og ég fann undir lokin hjá Chelsea að þetta var síðasta tímabilið mitt,“ sagði Eiður.

,,Þá fara menn að spekúlera næsta skref og ég sá ekki fyrir mér, miðað við síðasta tímabilið hjá Chelsea, að ég ætti möguleika á að fara í þessu stærstu lið þó að tímabilið áður hafi líka verið áhugi.“

,,Mourinho kemur til mín og við þurftum ekki að eiga spjallið. Við vitum stöðuna og ég myndi aldrei segja að þú verður að fara því þú ert það góður leikmaður og mér líkar það vel við þig, við höfum upplifað tvö frábær ár saman. Ég get ekki sagt að þú verðir að fara.“

Eiður nefnir einnig að Manchester United hafi oft sýnt sér áhuga en að það hafi ekki komið til greina vegna Mourinho.

,,Ég finn að þú ert líka kominn á þann stað að þurfa að breyta til svo við finnum bara bestu lausnina. Það var nokkuð ljóst strax í því samtali að ef Sir Alex Ferguson vill fá þig þá vil ég fá Ruud van Nistelrooy, þá dó sú umræða! Þau skipti voru aldrei að fara að eiga sér stað.“

,,Svo byrja sögusagnir og samtöl að eiga sér stað og svo kemur Barcelona og segist vilja fá mig. Ég vissi að ég væri að fara þangað og líka að ég yrði ekki í aðalhlutverki miðað við leikmennina sem þeir voru með. Það er ekki hægt á ferlinum að neita svona liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni
433Sport
Fyrir 4 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 dögum

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“