fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Harley Willard til Fylkis – Andrés Már framlengdi

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir næsta tímabil í Pepsi Max-deild karla.

Fylkir gaf frá sér tilkynningu í dag og þar er greint frá því að tveir leikmenn séu búnir að krota undir hjá félaginu.

Einn af þeim er Andrés Már Jóhannesson en hann er uppalinn hjá félaginu og á að baki yfir 230 leiki.

Harley Willard er einnig genginn í raðir liðsins en hann kemur frá Víkingi Ólafsvík eftir afar gott tímabil í sumar.

Willard er 22 ára gamall vængmaður og skoraði 11 mörk í Inkasso-deildinni.

Tilkynning Fylkis:

Fylkir gekk í dag frá samningum við Harley Willard og Andrés Már Jóhannesson.

Harley, 22 ára enskur kantmaður, ólst upp í unglingastarfi Southampton og akademíu Arsenal. Hann kemur frá Víkingi Ólafsvík en þar skoraði hann 11 mörk í 22 leikjum í Inkasso deildinni. Harley var í haust valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni.
Harley gerir samning út tímabilið 2021.

Andrés Már Jóhannesson þarf ekki að kynna fyrir Fylkisfólki. Þessi reynslumikli leikmaður er uppalinn Fylkismaður. Hann hefur spilað 238 leiki í deild og bikar fyrir félagið okkar og skorað í þeim 20 mörk. Andrés spilaði einn leik með A-landsliðinu og 14 leiki með yngri landsliðum.

Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur Fylkisfólk. Harley er ótrúlega spennandi leikmaður sem við höfum mikla trú á að muni reynast okkur vel. Að sama skapi eru það frábær tíðindi að Addi sé að framlengja við okkur enda þar á ferðinni frábær leikmaður og félagsmaður“ segir Hrafnkell Helgi Helgason, formaður mfl.ráðs Fylkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Í gær

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt