fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
433Sport

Jóhann Berg lætur það vera að stuða Gylfa eftir helgina: „Getum lofað þjóðinni að þetta verður erfiður leikur fyrir þá“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það var mjög gott að spila 85 mínútur fyrir þetta verkefni, og að fá sigur líka,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley í samtali við okkur á Laugardalsvelli í dag.

Jóhann er mættur í verkefni landsliðsins gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Burnley vann sigur á Everton á laugardag, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var í liði gestanna. Jóhann hefur látið það vera að bögga Gylfa.

,,Lítið að gera það, við höfum oft mætt hvor öðrum. Hann hefur unnið mig og ég hann, við erum lítið að stuða hvorn annan.“

Jóhann hefur síðasta rúma árið glímt við meiðsli í kálfa, sem voru ástæða þess að hann missti af síðasta verkefni landsliðsins. ,,Ég er í fínu standi, leiðinleg meiðsli sem ég hef verið að glíma við í kálfanum. Ég hef æft vel og spilaði einn æfingaleik og svo gegn Everton, allt í rétta átt.“

Frakkar eru besta lið í heimi og verkefnið er erfitt. ,,Frábært lið, skemmtilegur leikur. Ólíkir leikir, eitt besta lið í heimi og svo Andorra. Við vitum að þegar Laugardalsvöllur er fullur erum við erfiðir heim að sækja. Við getum lofað þjóðinni að þetta verður erfiður leikur fyrir þá“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Talar um Garðabæ sem Mónakó: „Blika sulturnar geta gleymt því“

Talar um Garðabæ sem Mónakó: „Blika sulturnar geta gleymt því“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlustaðu á lagið sem Herra Hnetusmjör samdi fyrir Breiðablik

Hlustaðu á lagið sem Herra Hnetusmjör samdi fyrir Breiðablik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Algjört verðhrun

Algjört verðhrun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Börnin telja ekki þegar boltinn fer að rúlla

Börnin telja ekki þegar boltinn fer að rúlla