Mánudagur 18.nóvember 2019
433Sport

Umræðan fór í taugarnar á Óskari Hrafni í sumar – ,,Ákveðið virðingarleysi gagnvart honum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 31. október 2019 21:15

Óskar Hrafn sagði upp hjá Gróttu til að fara í Breiðablik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur hjá BlikarTV í dag og fór þar yfir ýmis mál í samtali við heimasíðu Breiðabliks.

Óskar er nýr þjálfari Breiðabliks en hann tók við af Ágústi Gylfasyni eftir tímabilið í sumar.

Hann var orðaður við starfið á meðan Ágúst var enn þjálfari liðsins og var Óskar þá hjá Gróttu.

Óskar viðurkennir að sú umræða hafi farið í taugarnar á sér sérstaklega á meðan Ágúst var í starfi.

,,Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist hún pínu óþægileg, það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegar manns eru að sinna,“ sagði Óskar.

,,Mér fannst það ákveðið virðingarleysi gagnvart Gústa þegar það var verið að ræða um eftirmenn hans þegar hann var að gera fína hluti í fullu starfi. Ég missti ekki svefn yfir þessu og var ekki að hugsa um það allan daginn.“

Óskar fór svo aðeins yfir sjálfan sig en það eru ekki allir sem kannast við hans sögu.

Óskar hefur alltaf verið harður KR-ingur og vann lengi hjá félaginu áður en hann hélt til Gróttu.

,,Ég er 46 ára gamall, þriggja barna faðir, giftur Laufey Kristjánsdóttur í 21 ár núna 7. nóvember. Ég er Vesturbæingur borinn og barnfæddur og eini KR-ingur fjölskyldunnar.“

,,Þetta byrjaði allt vestur í bæ 30 metrum frá KR-heimilinu. Þar byrjaði ég og ég spilaði aldrei með öðru liði en KR og hafði aldrei þjálfað annað lið en KR áður en ég fór til Gróttu þar sem börnin mín voru.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er staðan á fimm stjörnum Liverpool sem voru í vandræðum á síðustu dögum

Þetta er staðan á fimm stjörnum Liverpool sem voru í vandræðum á síðustu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk ekki með Hollandi – Farinn heim

Van Dijk ekki með Hollandi – Farinn heim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Raggi Sig: Mér leið hálf asnalega á vellinum

Raggi Sig: Mér leið hálf asnalega á vellinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sindri Snær setur hanskana á hilluna: Rúnar fær mikið lof

Sindri Snær setur hanskana á hilluna: Rúnar fær mikið lof
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?