fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Segir það þjóðsögu að Valur eigi kistu fulla af gulli: „Veit ekki alveg hvaðan þetta kemur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. október 2019 11:00

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals ræðir fjármál íslenskra knattspyrnuliða við Fréttablaðið í dag. Hann segir það þjóðsögu að Valur eigi kistu fulla af gulli.

Félagið hefur hins vegar verið afar vel stætt síðustu ár, það á ekki bara við í fótboltanum. Félagið hefur verið með vel mönnuð lið í fótbolta, handbolta og körfubolta, bæði karla og kvennamegin.

Valur hefur oft sópað til sín stórum bitum á leikmannamarkaðnum en lítið hefur gerst í vetur í fótboltanum. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga,“ sagði Börkur við Fréttablaðið.

Hann segir kostnaðinn við að reka íþróttafélag, mikinn. ,,Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila.“

,,Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi