fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
433Sport

Segir það þjóðsögu að Valur eigi kistu fulla af gulli: „Veit ekki alveg hvaðan þetta kemur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals ræðir fjármál íslenskra knattspyrnuliða við Fréttablaðið í dag. Hann segir það þjóðsögu að Valur eigi kistu fulla af gulli.

Félagið hefur hins vegar verið afar vel stætt síðustu ár, það á ekki bara við í fótboltanum. Félagið hefur verið með vel mönnuð lið í fótbolta, handbolta og körfubolta, bæði karla og kvennamegin.

Valur hefur oft sópað til sín stórum bitum á leikmannamarkaðnum en lítið hefur gerst í vetur í fótboltanum. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga,“ sagði Börkur við Fréttablaðið.

Hann segir kostnaðinn við að reka íþróttafélag, mikinn. ,,Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila.“

,,Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Í gær

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli
433Sport
Í gær

Móðir Neymar hoppar aftur upp í rúm með unga drengnum

Móðir Neymar hoppar aftur upp í rúm með unga drengnum
433Sport
Í gær

Hafa eytt 85 milljörðum en ekki fundið þriðja hjólið undir bílinn

Hafa eytt 85 milljörðum en ekki fundið þriðja hjólið undir bílinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir erfitt að fá menn til að ræða fjárhagserfiðleika: „Ég vil gera það fyrir opnum dyrum“

Segir erfitt að fá menn til að ræða fjárhagserfiðleika: „Ég vil gera það fyrir opnum dyrum“