fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Fjórar unglingalandsliðsstelpur í Fylki

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 27. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Fylkis hefur fengið góðan liðsstyrk en félagið hefur samið við fjóra efnilega leikmenn, þær Evu Rut Ásþórsdóttur, Írisi Unu Þórðardóttur, Kötlu Maríu Þórðardóttur og Tinnu Harðardóttur.

Eva Rut er fædd árið 2001, uppalin í Aftureldingu en kemur til félagsins frá HK/Víking, þar sem hún spilaði 15 leiki í sumar og skoraði 3 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 51 leik í meistaraflokki. Eva hefur spilað 18 leiki með yngri landsliðum Íslands og var nýverið valin í U-19 hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Svíþjóð í byrjun nóvember.

Íris Una er fædd árið 2001 og kemur frá Keflavík. Hún á að baki 74 meistaraflokksleiki með Keflavík. Þá hefur Íris spilað 22 leiki með yngri landsliðum Íslands og var nýverið valin í U-19 hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Svíþjóð í byrjun nóvember.

Katla María er fædd árið 2001 og kemur frá Keflavík. Hún á að baki 77 meistaraflokksleiki með Keflavík. Þá hefur Katla spilað 33 leiki með yngri landsliðum Íslands. Katla, líkt og þær Eva Rut og Íris, er í U-19 hópnum sem leikur tvo vináttuleiki við Svíþjóð í byrjun nóvember.

Tinna er fædd árið 2003, uppalin í Breiðablik. Árið 2018 spilaði Tinna með Augnablik í 2. deildinni en þar spilaði hún 9 leiki og skoraði í þeim 9 mörk. Tinna missti af síðasta tímabili vegna meiðsla en endurhæfing hefur gengið vel og gerum við ráð fyrir að Tinna geti hafið æfingar með liðinu fljótlega. Tinna hefur spilað 9 leiki með yngri landsliðum Íslands.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur í Fylki. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið þessa efnilegu leikmenn til okkar, leikmenn sem hafa mikinn metnað, vilja til að bæta sig og vilja æfa mikið. Við ætlum okkur að gefa þeim tækifæri til þess, vaxa og dafna, og erum fullviss um að þær muni styrkja okkar góða hóp og vera framtíðarleikmenn hjá Fylki. Við erum mjög spennt fyrir komandi tímum hér í Árbænum“ segir Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433
Fyrir 21 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti