fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Þetta eru tíu vonarstjörnur Íslands: Búa út um allan heim

433
Fimmtudaginn 24. október 2019 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að hætta að vera efnilegur knattspyrnumaður og verða góður er flókið ferli, sumir ná aldrei að nýta hæfileika sína til fulls.

Íslenska karlalandsliðið hefur náð mögnuðum árangri síðustu ár, lítil endurnýjun hefur átt sér stað.  Liðið hefur ná frábærum árangri og ekki verið tilefni til, leikmenn liðsins eldast hins vegar og því styttist í að nýir menn komið að borðinu.

Ísland framleiðir mikið af góðum leikmönnum og eru U17 og U19 ára landsliðið þessa stundina afar öflug.

Þar má finna vonarstjörnur Íslands en þær leynast líka Í U21 árs landsliðinu. Hér að neðan eru tíu vonarstjörnur, sem eiga að geta náð langt með íslenska landsliðinu.

Samantekt um tíu vonarstjörnur Íslands eru hér að neðan en taka skal fram að listinn er ekki heilagur, aðeins gerður til gamans.


Patrik Sigurður Gunnarsson
Fæðingarár: 2000
Staða: Markvörður
Lið: Brentford

Hefur bætt sig all svakalega hjá Brentford síðasta árið, það verður fróðlegt að fylgjast með baráttu hans við Rúnar Alex Rúnarsson í framtíðinni um stöðuna í íslenska landsliðinu.


Andri Lucas Guðjohnsen
Fæðingarár: 2002
Staða: Framherji
Lið: Real Madrid

Það nafn sem flestir þekkja, þegar þú ert í herbúðum Real Madrid þá ertu vonarstjarna. Félagið hleypir ekki hverjum sem er inn í unglingastarf sitt, Andri Lucas gæti orðið næsta stórstjarna Íslands.

Ísak Bergmann Jóhannesson
Fæðingarár: 2003
Staða: Miðjumaður
Lið: Norköpping

16 ára og á sínu fyrsta ári í Svíþjóð, þrátt fyrir það er Ísak byrjaður að spila með aðalliði félagsins. Þrátt fyrir ungan aldur er hann afar þroskaður leikmaður, getur stýrt leikjum.

Oliver Stefánsson
Fæðingarár: 2002
Staða: Varnarmaður
Lið: Norköpping

Oliver er á sínu fyrsta ári með sænska stórliðinu og vegnar vel, á bjarta framtíð. Kröftugur varnarmaður sem les leikinn vel.

Danijel Dejan Djuric
Fæðingarár: 2003
Staða: Sóknarmaður
Lið: FC Midtjylldand

Afar leikinn piltur sem ólst upp í græna hluta Kópavogs, getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann þroskast í Danmörku.

Ísak Snær Þorvaldsson
Fæðingarár: 2001
Staða: Miðjumaður
Lið: Norwich

Kraftur, snerpa, úthald, elding. Svona væri hægt að tala um Ísak sem ólst upp hjá Aftureldingu, gríðarlega kröftugur leikmaður sem þarf að slípa aðeins.

Orri (t.v)

Orri Steinn Óskarsson
Fæðingarár: 2004
Staða: Sóknarmaður
Lið: Grótta

Aðeins 15 ára gamall en hefur síðustu tvö ár spilað með meistaraflokki Gróttu sem komið er upp í efstu deild. Er á leið til FCK í Danmörku en mörg lið hafa horft til hans.

Willum Þór Willumsson
Fæðingarár: 1998
Staða: Miðjumaður
Lið: BATE

Hefur bætt kjöti á sig i hörkunni í Hvíta-Rússlandi. Willum er miðjumaður sem getur nýst íslenska landsliðinu afar vel í framtíðinni.

Kolbeinn Birgir Finnsson
Fæðingarár: 1999
Staða: Kantmaður
Lið: Dortmund

Þegar Borussia Dortmund sækir leikmann er líklegt að sá leikmaður muni í framtíðinni nýtast íslenska landsliðinu. Kolbeinn er tvítugur og vonandi tekur hann næsta skref í Þýskalandi.

Kristian Nökkvi Hlynsson
Fæðingarár: 2004
Staða: Miðjumaður
Lið: Breiðablik

Afar spennandi leikmaður sem fékk tækifæri með Blikum í sumar, ljóst er að hann gæti fengið stórt hlutverk undir stjórn Óskars Hrafns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi
433Sport
Í gær

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara
433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra