Þriðjudagur 12.nóvember 2019
433Sport

Viðurkennir hroðaleg mistök Liverpool: Sagðist ekki tala við svertingja en fékk stuðning

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti gríðarlega athygli árið 2011 þegar Luis Suarez, þá framherji Liverpool var dæmdur í átta leikja bann vegna kynþáttaníðs í garð Patrice Evra, þá leikmanns Manchester United.

Suarez var dæmdur í bann fyrir að niðurlægja Evra. Suarez hafði þá sparkað til Evra sem spurði hvað hann væri að gera. ,,Af því að þú ert svartur,“ var svarið frá Suarez.

Evra bað Suarez um að endurtaka svar sitt því hann ætlaði að berja hann í andlitið. ,,Ég tala ekki við svertingja,“ svaraði Suarez og notaði orðið negro sjö sinnum samkvæmt dómnum.

Það vakti svo gríðarlega athygli í kjölfarið þegar leikmenn Liverpool mættu í upphitun fyrir leik gegn Wigan, í bol með mynd af Suarez. Manni sem hafði verið dæmdur fyrir kynþáttaníð deginum áður. Evra var mættur á Sky Sports í gær með Jamie Carragher, sem var leikmaður Liverpool þegar atvikið átti sér stað.

,,Við gerðum hroðaleg mistök, það liggur ekki neinn vafi á því. Það var augljóst, þetta var leikur að kvöldi til í Wigan. Við komum þangað um hádegi og þá var fundur, þá heyrði ég fyrst af þessu,“ sagði Carragher.

,,Ég er eki að ljúga en er heldur ekki að afsaka minn þátt, við sem félag gerðum mistök. Við vorum allir hluti af því, ég var varafyrirliði. Ég held að Kenny Dalglish hafi ekki átt hugmyndina, meira voru þetta menn í kringum Suarez í liðinu.“

,,Ég sem einstaklingur hefði átt að neita að klæðast bolnum, ég held að margir hjá Liverpool hafi efast um að þetta væri rétt. Ég bið þig afsökunar Evra, við gerðum mistök,“ sagði Carragher við Evra í beinni í gær.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Varð fyrir rasisma og labbaði grátandi burt: ,,Ég var hjálparlaus“

Varð fyrir rasisma og labbaði grátandi burt: ,,Ég var hjálparlaus“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur Sigurðsson í FH

Baldur Sigurðsson í FH
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið: Veðmálaráðgjöf – Tapar Ísland?

Langskotið og dauðafærið: Veðmálaráðgjöf – Tapar Ísland?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 130 milljónir

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 130 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brjálaður Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var á enda

Brjálaður Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var á enda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrða að Baldur Sig sé á leið í FH: Er Pétur Viðarsson að hætta?

Fullyrða að Baldur Sig sé á leið í FH: Er Pétur Viðarsson að hætta?