Þriðjudagur 19.nóvember 2019
433Sport

10 stórir skandalar þegar stjörnunar leituðu í vínið: Grunur um nauðgun – Nasistakveðja

433
Þriðjudaginn 22. október 2019 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá eru aðeins tveir mánuðir í jólin og líður tíminn fljótar en áður.

Það eru gleðifréttir fyrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar en það eru margir leikir á dagskrá í desember.

Leikmenn fá einnig stutt frí og er venjan að sum félög haldi jólapartý – það veltur þó oft á því hvort gengið sé yfir meðallagi.

Í gegnum tíðina þá hafa ófá jólapartý farið úrskeiðis og hafa leikmenn farið langt yfir strikið.

Við rifjum upp tíu partý sem fóru úr böndunum alveg frá árinu 1997.

West Ham árið 2012

Andy Carroll framherji liðsins var ásakaður um að hafa ráðist á myndatökumann er partý West Ham fór fram. Atvikið átti sér stað klukkan 02:30 um nótt á skemmtistað í Dublin.

Tottenham árið 2009

Ákvörðun sem kostaði Robbie Keane feril sinn hjá Tottenham. Keane tjáði Harry Redknapp, stjóra liðsins, að leikmenn ætluðu að ferðast til Írlands og spila golf. Nokkrum dögum seinna birtust myndir af leikmönnum liðsins á fylleríi og töpuðu þeir heima gegn Wolves nokkrum dögum eftir það. Keane var stuttu seinna lánaður til Celtic.

Manchester United árið 2007

Frægt partý sem var haldið í Manchester en 100 ‘heppnar’ konur voru valdar til að mæta í teiti leikmanna. Eiginkonur og kærustur máttu ekki mæta og var Jonny Evans handtekinn grunaður um nauðgun en var þó sýknaður ekki löngu seinna. Sir Alex Ferguson bannaði öll jólapartý eftir þetta fíaskó.

Manchester City árið 2004

Joey Barton er ekki sá gáfaðasti en í partýi hjá City þá slökkti hann í vindli með því að nota auga táningsins Jamie Tandy. Tandy reyndi að svara fyrir sig og þá reiddist Barton verulega og fóru hnefarnir á loft. Barton var sektaður um sex vikna laun og þurfti að biðjast afsökunar.

Aarhus árið 2004

Fyrrum leikmaður Bolton, Stig Tofting, gerði allt vitlaust í jólapartýi árið 2004. Tofting varð blindfullur og réðst á fjóra af liðsfélögum sínum.

Celtic árið 2001 og 2002

Neil Lennon, núverandi stjóri Celtic, var aðalmaðurinn hjá félaginu á þessum tíma. Árið 2001 þá hlaut hann höfuðmeiðsli eftir að hafa misst jafnvægið vegna drykkju og datt ansi illa. Ári seinna þá héldu leikmenn Celtic til Newcastle til að skemmta sér og voru fjórir handteknir og þar á meðal Lennon.

West Ham árið 2001

Hayden Foxe lék með West Ham á þessum tíma en hann var sektaður um 2000 pund eftir partý á skemmtistaðnum Sugar Reef. Foxe kastaði af sér þvagi út um allt á VIP-svæði staðarins og annar ónefndur leikmaður ældi dauðadrukkinn sem olli töluverðum skemmdum.

Leeds United árið 2001

Robbie Fowler var handtekinn í þessu teiti ásakaður um að hafa eyðilagt myndavél tökumanns. Fowler var síðar sýknaður af þeirri ákæru en leikmenn viðurkenndu að hafa drukkið alla nóttina og í allt að tíu klukkutíma.

Liverpool árið 1998

Jamie Carragher var aðalmaðurinn í þessu partýi Liverpool sem fór verulega úr böndunum. Talað er um að orgía hafi átt sér stað í partýinu en borgað var fyrir strippara og fleira.

Barnsley árið 1997

Þýski markmaðurinn Lars Leese opnaði sig um þetta partý í bók sem hann gaf út á sínum tíma. Einn framherji mætti klæddur sem Adolf Hitler og annar markvörður sem Eva Braun. Þau heilsuðu Leese með nasistakveðju og reyndi hann að útskýra fyrir þeim að þeir yrðu handteknir fyrir sömu hegðun í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

De Gea talinn einn sá besti en fær ekkert að spila

De Gea talinn einn sá besti en fær ekkert að spila
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta eini leikmaðurinn sem á öruggt sæti á ensku miðjunni?

Er þetta eini leikmaðurinn sem á öruggt sæti á ensku miðjunni?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sérfræðingar velja sterkasta byrjunarlið Englands

Sérfræðingar velja sterkasta byrjunarlið Englands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neymar til í að borga 2 milljarða með sér

Neymar til í að borga 2 milljarða með sér