fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
433Sport

Sjö frægir einstaklingar sem hjálpa fólki í neyð: Gefa hundruð milljóna

433
Mánudaginn 14. október 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um knattspyrnumenn er oft á þann veg að um sé að ræða hrokafulla einstaklinga, með fullt rassgat af peningum.

Margir knattspyrnumenn eru hins vegar með afar gott hjarta og láta stórar upphæðir úr sínum vösum, renna til þeirra sem minna mega sín.

Þannig hefur fjöldi knattspyrnumanna lagt mikla fjármuni til þeirra sem glíma við mikla fátækt.

Hér að neðan er listi yfir menn sem hafa lagt mikið til.


Wilfried Zaha
Hann er ekki allra en Zaha er með gott hjarta, frá því að hann gerðist atvinnumaður í knattspyrnu hefur hann alltaf gefið 10 prósent af laununum sínum. Zaha lætur upphæðina fara heim til Afríku en hann er frá Fílabeinsströndinni. Um er að ræða rúmar 8 milljónir á mánuði.

,,Ég gef þessa fjármuni til þeirra sem eiga ekkert, fólk sem lifir við fátækt,“ sagði Zaha.

Juan Mata
Stofnaði samtökin Comon Goal þar sem eru nú 122 leikmenn og þjálfarar, allir gefa 1 prósent af launum sínum í Comon Goal. Samtökin koma svo fjármunum til samtaka sem eru rekinn án hagnaðar, miklir fjármuni samnast í gegnum samtök Juan Mata.

Hector Bellerin
Varnarmaður Arsenal ákvað árið 2017 að hjálpa þeim illa fóru úr því þegar kviknaði í Grenfell Tower, í London Belerin gaf 50 pund fyrir hverja mínútu sem hann spilaði á EM U21 árs. Þannig gaf hann á endanum tæp 20 þúsund pund.

Jermain Defoe
Defoe hefur unnið frábært starf í að gera vel við þá sem eiga í erfiðleikum, svo vel hefur Defoe staðið sig að hann fékk orðu frá drottningunni. Defoe er með samtök sem hjálpa fólki og framkoma hans við Bradley Lowery vakti heimsathygli. Þessi ungi drengur barðist hetjulega við krabbamein en lést aðeins 6 ára gamall.

Mesut Ozil
Hann þénar 350 þúsund pund á viku og gefur með sér, þessi umdeildi leikmaður er duglegur að hjálpa til. Eftir HM í Brasilíu árið 2014 borgaði Özil fyrir 23 krakka í Brasilíu, 237 þúsund pund svo að þau gætu fengið meðferðir við veikindum sínum.

Mohamed Salah
Saha er alltaf að gefa af sér í heimalandinu, Egyptalandi. Í heimabæ hans Basyoun er Salah með samtök sem greiða fólki mánaðarlega, fólk sem berst við mikla fátækt. Árið 2017 þá gaf hann 2,5 milljón punda til krabbameinssamtaka í Egyptalandi eftir hryðjuverkaárás í Cairo.

Salah hefur verið í herferðum sem berjast gegn eiturlyfjum og er alltaf að hjálpa til í Egyptalandi.

Cristiano Ronaldo
Frægasti íþróttamaður í heimi er duglegur að hjálpa til, reglulega þegar hann fær bónus fyrir afrek sín, þá setur hann fjárhæðina í góðgerðarmál. Áriið 2013 setti hann 89 þúsund pund í Rauða krossinn, upphæð sem hann fékk fyrir að vera í iði ársins.

2014 vann Real Madrid Meistaradeildina og Ronaldo fékk 450 þúsund pund í bónus, hann gaf það í góðgermál.

Hann hefur síðan lagt mikla fjármuni til landa sem glíma við náttúruhamfarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sarri rífst bara við einn leikmann – ,,Ég veit ekki af hverju það er“

Sarri rífst bara við einn leikmann – ,,Ég veit ekki af hverju það er“
433Sport
Í gær

Losna úr sóttkví í vikunni

Losna úr sóttkví í vikunni
433Sport
Í gær

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“
433Sport
Í gær

Sandra leikjahæst í sögu efstu deildar kvenna – Stendur á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum Vals

Sandra leikjahæst í sögu efstu deildar kvenna – Stendur á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum Vals
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu svakalegt mark Southampton – Refsuðu Ederson

Sjáðu svakalegt mark Southampton – Refsuðu Ederson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham