fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Kristinn Freyr útskrifaðist af spítala í gær – Fer aftur í aðgerð á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Freyr Sigurðsson miðjumaður Vals útskrifaðist af spítala í gær eftir að hafa legið þar síðan 10 desember á síðasta ári. Miðjumaðurinn fer hins vegar aftur inn á spítala á morgun.

Valur samdi í gær við þá Gary Martin, Emil Lyng og Lasse Petry og koma þeir allir til með að styrkja hóp Vals verulega. Kristinn Freyr var mættur á fundinn.

„Ég lagðist hérna inn þann 10. desember, það átti að laga rifu sem var í liðþófanum og bólgur sem voru í sinum í hnénu. Ég var búinn að glíma við þessi meiðsli í eitt ár, það átti bara að laga þetta svo ég yrði klár í slaginn fyrir næsta tímabil. Ég fæ svo sýkingu og ástandið er bara óljóst,“ sagði Kristinn við 433.is á dögunum.

Meira:
Martröð Kristins Freys: Fór í litla aðgerð 10. desember en hefur legið á spítala síðan

Kristinn fer aftur undir hnífinn á miðvikudag þar sem reyna á að laga það sem fór úrskeiðis, hann á í vandræðum með að rétta úr hnénu sínu þessa stundina.

Kristinn gengur um með poka framan á sér og fær áfram sýklalyf í æð til að reyna að drepa sýkinguna sem hann fékk eftir fyrri aðgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Í gær

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“