fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Guðni forviða á orðræðu Geirs um Austur-Evrópubúa: ,,Mjög ósmekklegt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í morgun þegar Aleksander Ceferin steig fram og dásamaði Guðna Bergsson formann KSÍ, forseti UEFA viðist telja að Guðni Bergsson eigi að vera formaður KSÍ áfram. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitir Vísir.is.

Ceferin segir að samskipti KSÍ við UEFA hafi aldrei verið betri eftir að Guðni tók við sem formaður KSÍ.

Guðni er í baráttu um að halda starfi sínu en Geir Þorsteinsson sækist aftur eftir starfinu, hann starfaði hjá sambandinu í meira en tuttugu ár en hefur verið í burtu í tvö ár.

Geir er brjálaður yfir þessum ummælum Ceferin en Geir studdi ekki framboð Ceferin árið 2016.

„Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ segir Ceferin í samtali við Vísi.

Meira:
Forseti UEFA dásamar Guðna í slagnum við Geir: ,,Öllum í Evrópu líkar vel við Guðna“

Ummælin segir Geir vera týpískan fyrir mann frá Austur-Evrópu en Ceferin er frá Slóveníu. „Þetta eru freklegt afskipti af knattspyrnumálefnum á Íslandi og það er dæmigert hjá Austur-Evrópumanninum að gera þetta,“ sagði Geir reiður í Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

„Svona getur formaður UEFA ekki unnið og það má segja að þetta sé skandall. Hann fer langt út fyrir siðareglur og sitt umboð og vald. Þetta er dálítið í takt við það hvernig menn hafa stjórnað málum í Austur-Evrópu og ég er mjög ósáttur við þetta.“

Guðna Bergssyni var brugðið þegar hann heyrði orð Geirs sem setti Austur-Evrópubúa undir sama hatt.

„Ég er forviða á að Geir tali niður til Austur-Evrópubúa og Austur-Evrópu í heild sinni með því að tala um að þetta sé dæmigert. Mér finnst þetta vera mjög ósmekklegt,“ sagði Guðni í Miðjunni.

Geir tók síðan fram að hann hefði kynnst svona vinnubrögðum frá þessum hluta heimsins í starfi sínu hjá KSÍ, hann sé þó ekki á móti fólki frá þessum slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bestu leikmenn Englands samkvæmt tölfræðinni – Hazard á toppnum

Bestu leikmenn Englands samkvæmt tölfræðinni – Hazard á toppnum
433Sport
Í gær

Er þetta ofmetnasti þjálfari heims? – Tækifærin að renna út

Er þetta ofmetnasti þjálfari heims? – Tækifærin að renna út
433Sport
Í gær

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hetjurnar í París fá verðlaun: Reyndu að bjarga Notre Dame

Hetjurnar í París fá verðlaun: Reyndu að bjarga Notre Dame
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba fór á tvöfalt stefnumót ásamt mótherja morgundagsins

Pogba fór á tvöfalt stefnumót ásamt mótherja morgundagsins