fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Frábær saga af ungum Gylfa: Steig upp og vildi sanna sig – Það besta sem Sigurður hefur séð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er besti knattspyrnumaður Íslands og hefur verið í mörg ár, Gylfi hefur líka lagt mikið á sig til að komast á toppinn. Það sannar saga sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson sagði af honum.

Söguna sagði Sigurður Ragnar árið 2013 en hann deildi myndbandi af henni á samfélagsmiðlum í gær.

Um er að ræða ferð til Tékklands þegar Gylfi var í yngri landsliðum Íslands, þar var Aron Einar Gunnarsson stjarna liðsins.

,,Fyrir nokkrum árum þegar Gylfi var í U18 ára landsliðinu, þá var ég aðstoðarþjálfari hjá Guðna Kjartanssyni í Tékklandi. Besti leikmaður mótsins, var klárlega Aron Einar Gunnarsson. Lang bestur, næst bestur var Gylfi Þór Sigurðsson,“ sagði Sigurður Ragnar á fyrirlestri sem hann hélt fyrir unga krakka.

Verið var að æfa aukaspyrnur þegar Gylfi vildi sanna sig, hann vissi að hann væri sá besti í þeim, enda hafði hann æft mikið aukalega, til að bæta spyrnutækni sína.

,,Á einni æfingunni vorum við að æfa aukaspyrnur, Aron Einar tók aukaspyrnurnar og vítin, allan pakkann. Hann var hetjan, bestur á mótinu. Við erum að taka aukaspyrnur á æfingu, fimm menn í vegg og markvörður í markinu. Guðni Kjartansson er að fara yfir með Aron, hvernig eigi að sparka.“

Það var þá sem að Gylfi vildi láta vita af sér og gaf sig á tal við Sigurð Ragnar.

,,Það er pikað í öxlina á mér, Gylfi segir við mig hvort hann geti ekki tekið aukaspyrnurnar. Hann segir við mig að hann sé góður í þeim, búinn að æfa þær mikið.“

,,Hann er að segja, ég er góður, má ég prófa. Ég tala við Guðna og hann segir að það sé ekkert mál, ég hafði spilað með bestu liðum á Íslandi og í atvinnumennsku, með fullt af frábærum leikmönnum. Hann tók tíu spyrnur, þetta voru bestu aukaspyrnur sem ég hef séð, allt yfir vegginn. Guðni sagði við Gylfa að hann myndi taka aukaspyrnurnar.“

Söguna frá Sigurði má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða