fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Þjálfarinn bað Jóa um óvænta hjálp: ,,Ef þú ert að spyrja mig að þessu þá er eitthvað rangt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Það vakti athygli þegar Belginn Karel Fraeye tók við Charlton og þjálfari Jóa þar í um tvo mánuði. Liðið féll úr Championship-deildinni árið 2016.

Fraeye var ekki reynslumikill þjálfari en hann hafði starfað í neðri deildunum í Belgíu.

Jóhann talar ekki of vel um þjálfarahæfileika Fraeye þó að hann hafi verið fínasti náungi.

Charlton gaf til að mynda Fraeye langtímasamning en földu það fyrir stuðningsmönnum sem voru mikið að mótmæla eiganda félagsins.

,,Þá kom einhver gæi inn, ég man ekki hvað hann heitir. Hann var Belgi og hafði verið í þriðju deild í Belgíu,“ sagði Jóhann.

,,Hann kemur inn og þetta var out of his league eins og við segjum á góðri íslensku.“

,,Hann fær tvo mánuði. Hann tók mig á fund til sín og spurði mig hvar ég vildi spila og hvernig ég myndi stilla upp liðinu.“

,,Þá hugsaði ég bara: ‘Ef þú ert að spyrja mig að þessu þá er eitthvað rangt, þá veistu ekki alveg hvað þú vilt gera.’

,,Þú veist að þú átt ekki að vera maðurinn sem ræður því. Hann sagði við mig að hans markmið væri að koma mér í úrvalsdeildina. Hann hafði bullandi trú á mér.“

,,Hann var fínn gæi en ekki alveg tilbúinn í þetta starf. Hann fékk einhverja leiki og ég held að við höfum tapað þeim öllum.“

,,Þeir voru búnir að gefa honum langtímasamning en því stuðningsmenn voru svo brjálaðir þá kölluðu þeir hann alltaf ‘caretaker’ manager. Þeir þorðu ekki að tilkynna það því þeir voru að bíða eftir þessum sigri sem kom aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls