fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
433Sport

Jói Berg útskýrir muninn á tveimur efstu deildunum: ,,Missir boltann og það er líklega mark“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Jóhann hefur spilað í Championship-deildinni og ensku úrvalsdeildinni þar sem hann spilar með Burnley í dag.

Hann var áður á mála hjá Charlton í næst efstu deild og vakti athygli fyrir frammistöðu sína þar.

Hann segir að það sé klár munur á þessum deildum og fór aðeins yfir það í þættinum.

,,Munurinn er að ef þú gerir mistök í úrvalsdeildinni þá er þér bara refsað en þú kemst upp með meira í Championship,“ sagði Jóhann.

,,Í báðum deildum er mjög hátt tempó en samt ef þú gerir mistök í úrvalsdeildinni, það eru það góðir leikmenn að þér er refsað. Ef þú missir boltann á hættulegum stað þá er það líklega mark.“

,,Í Championship-deildinni eru ekki eins mikil gæði og þú kemst upp með fleiri mistök, ég held að það sé aðal munurinn. Það eru bara gæðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool að kaupa 16 ára framherja

Liverpool að kaupa 16 ára framherja
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu