fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Rooney var ofurölvi: Mundi ekki eigið símanúmer og talaði ‘brotna’ ensku

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 19:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, komst í fréttirnar fyrr í þessum mánuði.

Rooney leikur í dag með DC United í bandarísku MLS deildinni en hann var handtekinn á flugvelli í borginni í desember.

Rooney var ný lentur á Dulles flugvellinum er hann var stöðvaður af lögreglu fyrir að vera drukkinn á almannafæri.

Englendingurinn blótaði mikið og var með læti fyrir framan almenning áður en hann var handtekinn.

Í dag er greint frá því að Rooney hafi talað mjög ‘brotna’ ensku er hann ræddi við lögregluna sem átti í erfiðleikum með að skilja hann.

Lögreglan bað Rooney um símanúmer hans en vegna ástandsins sem hann var í þá mundi hann ekki tölurnar.

Rooney var fljótlega látinn laus eftir að það hafði runnið af honum en þurfti að borga lítillega sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche