fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Rúnar var orðinn þreyttur og vildi prófa eitthvað allt annað: Tók mig tvo til þrjá mánuði að átta mig á þessu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 11:00

Rúnar Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands.

Rúnar lagði skóna á hilluna árið 2007 og tók svo fljótt að sér starf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR.

Það var aldrei efst á listanum hjá honum að gerast þjálfari en hann tók svo við KR árið 2010 eftir að Logi Ólafsson var rekinn.

Rúnar ætlaði að taka sér hvíld eftir að skórnir fóru á hilluna en var fljótt farin að sakna þess að vinna í boltanum.

,,Ég fór strax og tók þessi námskeið og hugsaði með mér að það væri gott að hafa þetta ef maður myndi asnast til að fara út í þessa þjálfun,“ sagði Rúnar.

,,Ég var orðinn þreyttur þegar ég hætti og vildi prófa eitthvað allt annað en að vera í fótbolta. Ég hélt að það væri einhver lausn að fara gera eitthvað allt annað.“

,,Að mæta bara í vinnuna á morgnanna og vera búinn klukkan fjögur. Það tók mig 2-3 mánuði að átta mig á því að það var ekki neitt fyrir mig.“

,,Svo bauðst mér draumastarfið hjá KR að gerast yfirmaður knattspyrnumála, KR bjó til það starf.“

,,Sigursteini Gíslasyni var boðið það starf fyrst en Steini vinur okkar vildi vera þjálfari og vildi ekki taka starfið og þeir fóru að hugsa málið. Sem betur fer kom nafnið mitt einhvers staðar upp.“

,,Um leið og ég fékk það þá var engin spurning um að þetta væri það sem mig langaði að gera. Ég lærði ofboðslega mikið og átti fín ár sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR áður en ég fer að þjálfa.“

Meira:
Stjörnuprýtt lið Liverpool vildi fá Rúnar: ,,Þá ákvað ég að ég vildi ekki fara þangað“
Eigandinn var með ranghugmyndir:,,Einráður, á fullt af peningum og er með metnað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi