fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Ber íslenska þjóðin ekki næga virðingu fyrir okkar fremsta íþróttafólki?

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir íþróttamenn í hæsta gæðaflokki fá ekki alltaf þá virðingu og hrós sem þeir eiga skilið.

Þetta segir Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta en hann ræddi Aron Pálmarsson sem var frábær fyrir íslenska handboltalandsliðið í gær gegn Króötum.

Dagur nefnir aðra íþróttamenn eins og Ólaf Stefánsson og Eið Smára Guðjohnsen sem eru nú hættir.

Dagur vonar að fólk geri sér grein fyrir því hversu góðir íþróttamenn þetta eru en þeir eiga þó ekki alltaf toppleiki eins og fólk er að búast við.

,,Ég vona að menn geri sér grein fyrir því. Það er samt oft þannig, ég man eftir því með Óla Stef að menn voru hálf pirraðir út í hann nánast þar til hann hætti. Hann var aldrei nógu góður fyrir menn, sagði Dagur í samtali við Vísi.

,,Það sama með Eið Smára. Menn fá ekki það kredit sem þeir eiga skilið því þeir eru svo góðir og menn ætlast alltaf til aðeins meira.“

,,Ég held að það sé miklu skynsamlegra að bera þessa stráka saman við einhverja af svipuðum kaliber í stóru liðinum. Þeir eiga ekki alltaf toppleiki.“

,,Ef þú myndir skoða alla leiki með Króötum. Duvnjak er ekki alltaf frábær sko. Menn þurfa að vera rólegir með það, að ætlast til of mikils þar.“

,,Þessar týpur vilja líka fá mikla ábyrgð og vilja geta tekið af skarið. Nú er bara halda áfram og halda sjó og hvíla hann aðeins gegn okkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?