fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þýskt stórlið semur við Söndru sem kemst ekki í íslenska landsliðið: Sár og svekkt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra María Jessen hefur skrifað undir samning við Bayer Leverkusen en áður var hún á láni hjá félaginu. Sandra hefur leikið með Þór/KA hér á landi.

„Það er bara mjög góð tilfinning að vera búin að skrifa undir samning eftir nokkurra mánaða óvissutíma og sérstaklega gaman þar sem þetta er minn fyrsti atvinnumannasamningur, ég hef tvisvar sinnum farið út á lánssamningi, en þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa utndir atvinnumannasamning og mun þar af leiðandi missa af tímabilinu hérna heima. Þetta eru blendnar tilfinningar, en að sjálfsögðu hefur alltaf verið draumurinn frá því að ég var lítil að fara út í atvinnumennsku og því er ég bara spennt og hlakka til að fara út,“ sagði Sandra við heimasíðu Þórs.

Samningurinn Söndru við Bayer Leverkusen gildir fram í júní 2020 og mun hún fara út á allra næstu dögum.

Sandra var óvænt ekki í íslenska landsliðinu sem er á leið í verkefni á La Manga.

„Ég verð að viðurkenna að landsliðsvalið kom mér á óvart. Ég var mjög sár og svekkt og gaf mér nokkra daga í að meðtaka það og svekkja mig. En það er ekkert annað í boði núna en bara gyrða sig í brók og gefa í og muna að mótlæti getur alltaf virkað jákvætt á mann. Ég sjálf hef upplifað mótlæti í gegnum ferilinn og það hefur alltaf virkað jákvætt á mig, að minnsta kosti í bæði skiptin sem ég hef slitið krossband.“

,,Það minnir mann á hversu mikils virði eitthvað er fyrir manni og maður verður bara að njóta á meðan maður er að upplifa hlutina. Síðustu mánuðir hafa verið frekar þungir og erfiðir hjá mér. Ég upplifði þetta samfélagslega vandamál, „burn out“, eða kulnun. Í rauninni má segja að þetta landsliðsval hafi hjálpað mér með það. Þetta fékk mig til að hugsa og sýndi sjálfri mér að fótboltinn er mér mjög mikils virði og svona minnti mig á hvað það er sem skiptir mig máli, en núna er ég búin að taka ákvörðun um að fara út til Leverkusen og er því að fara í nýtt umhverfi. Þar eru ný tækifæri og þar með nýjar áskoranir. Þar er allt til staðar til að taka næsta skref á ferlinum og bæta mig og vonandi til að hjálpa mér að gefa enn meira í. En síðan má ekki gleyma því með þetta landsliðsval og þennan landsliðshóp að við eigum á Íslandi mjög marga gæðaleikmenn til að velja úr og margar sem eru og hafa verið að standa sig vel. Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki auðvelt starf að velja landsliðshóp og maður verður bara að virða það sem landsliðsþjálfararnir ákveða að gera. Maður heldur í vonina að koma aftur inn í þennan hóp og verð bara að bíða og sjá. Mitt hlutverk núna er að gefa í og fókusa á sjálfa mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð