fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Stjörnuprýtt lið Liverpool vildi fá Rúnar: ,,Þá ákvað ég að ég vildi ekki fara þangað“

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands.

Rúnar fékk ótrúlegt tækifæri ungur að aldri er hann fékk að æfa með enska stórliðinu Liverpool.

Það endaði með því að Liverpool vildi fá Rúnar í sínar raðir en hann ákvað að lokum að hafna félaginu.

,,Það er minn klúbbur. Það var meiriháttar. Það kom nú til vegna sambanda Liverpool og KR eftir að þeir spiluðu Evrópuleikinn fræga,“ sagði Rúnar.

,,Það voru enn góð sambönd á milli félaganna en þeir ákváðu að úr því að þeir ætluðu að fá mig í heimsókn þá sendu þeir njósnara sinn að fylgjast með mér með U21 landsliðinu. Þar var ég 18 eða 19 ára að spila gegn Hollandi.“

,,Ron Yeats sem var yfirnjósnari þeirra kom og horfði á mig og við flugum svo saman til Liverpool eftir leikinn. Ég skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á frábæru liði Hollendinga.“

,,Svo fór ég beint til Liverpool með honum og mér var hent inn á hótel og svo kom bara leigubíll á morgnanna og sótti mig sem skutlaði mér á æfingu. Ég fékk einhvern smá dagpening til að borga þessum blessaða leigubílstjóra.“

,,Ég var dálítið óheppinn, strax á annarri æfingu er ég með aðalliðinu á æfingu. Við vorum í stórum reitabolta þar sem það voru 20 leikmenn og þrír í miðjunni.“

,,Ég byrja í miðjunni eins og allir yngri leikmennirnir. Ég hafði ekki verið þarna nema i fimm mínútur eða eitthvað og þá lendi ég í tæklingu og sný upp á ökklann á mér og ég fer beint á sjúkrabekkinn með Ian Rush, Barry Venison og fleirum bara í meðhöndlun.“

,,Ég var að reyna að vinna boltann og teygði löppina í boltann. Um leið og ég kem fætinum í boltann þá er einn sem sparkar í hann og ég sný illilega upp á mig og tognaði.“

,,Það var Gary Ablett, hann var enginn fauti en ég man þetta allt saman. Ég náði mér ágætlega á nokkrum dögum og fer svo síðar til Þýskalands og spila með U21 landsliðinu í Þýskalandi og fer svo aftur til Liverpool.“

,,Ég æfi með þeim í nokkra daga eftir að ég kom til baka og spilaði leik með varaliðinu á Anfield. Kenny Dalglish var þjálfari þarna, þetta er síðast þegar Liverpool var Englandsmeistari árið 1989, þá æfi ég með þeim.“

,,Dalglish kallar mig inn á skrifstofu eftir leikinn og vildi fá mig til félagsins. Ég var á leið heim einum eða tveimur dögum seinna og hann ætlaði að hafa samband við KR sem hann gerði.“

,,Þá ákvað ég að ég vildi ekki fara þangað. Ég var eitthvað smeykur við þetta og þótti þetta skrítið. Þeir voru með útlendinga, þeir voru með Jan Molby og Craig Johnstone sem voru þessir tveir útlendingar og kannski einn í viðbót sem ég man ekki.“

,,Einhvern veginn var ég smeykur við að taka þetta skref. Siggi Jóns hafði farið til Arsenal og það voru erfiðir tímar þó að hann hafi staðið sig vel og endaði hjá Sheffield.“

,,Ég hélt að minn leikstíll myndi ekki henta á þessum tíma svo ég ákvað að bíða aðeins og hugsaði með mér að ég fengi gott tækifæri seinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð