fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Elsti atvinnumaður heims krotar undir nýjan samning – Ferillinn hófst árið 1986

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er venjan að atvinnumenn í knattspyrnu leggi skóna 30-40 ára gamlir þó að markmenn eigi það til að spila lengur.

Það á ekki við um japanska framherjan Kazuyoshi Miura sem spilar með Yokohama FC í Japan.

Miura hefur átt mjög skrautlegan feril og lék á meðal annars fyrir ítalska liðið Genoa árið 1993.

Atvinnumannaferill hans hófst árið 1986 en hann spilaði þá með brasilíska liðinu Santos.

Hann hefur komið víða við á ferlinum en hefur spilað með Yokohama síðan 2005. Liðið leikur í næst efstu deild í Japan.

Miura skrifaði í dag undir nýjan eins árs langan samning við Yokohama sem er ansi merkilegt.

Ástæðan er sú að Miura fagnar 52 ára afmæli sínu í febrúar en er þrátt fyrir það enn á fullu í atvinnumennsku.

Miura var magnaður landsliðsmaður fyrir Japan frá 1990 til 2000 og skoraði 55 landsliðsmörk í 89 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær