fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Stór íslenskur slúðurpakki: Pirringur og hrókeringar út um allt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stutt eftir af Íslandsmótinu í fótbolta og mikið af slúðursögum eru að heyrast þessa dagana. Við höfum safnað saman í pakka með helstu sögum sem heyrast.

Mikið er rætt um þjálaramálin hjá Val, KR, og Breiðabliki en þar gæti kapall átt sér stað. Heimir Guðjónsson gæti komið heim og það hefur sett af stað mikið af sögum.

Ef þú heyrir áhugaverða sögu má senda hana á hoddi@433.is

KR:

Emil Ásmundsson mun ganga í raðir KR eftir tímabilið, hann er samningslaus hjá Fylki.

KR mun ekki breyta miklu hjá sér í vetur, félagið skoðar það að fá inn hægri kantmann. Líklegt er að sá komi að utan.

KR er að framlengja samninga við Pálma Rafn, Arnór Svein og Aron Bjarka en allir eru að verða samningslausir.

Rúnar Kristinsson er á óskalista liði í Danmörku og Noregi, hann hefur áhuga á að skoða góð tilboð en er sáttur í KR.

Ef Rúnar myndi fá gott tilboð þá væri Heimir Guðjónsson fyrsti maðurinn á blaði til að taka við starfinu. Bjarni Guðjónsson kemur einnig til greina.

Breiðablik:

Breiðablik skoðar það að skipta út Ágústi Gylfasyni. Blikar vilja ráða þjálfara í fullt starf og Ágúst ku hafa lítinn áhuga á því. Hægt er að segja upp samningi við Ágúst til 15 október.

Ágúst Gylfason er pirraður yfir þeim sögusögnum sem hanga yfir sér, hann hefur náð góðum árangri í Kópavogi. Hann ku ósáttur með það að stjórn Breiðabliks stígi ekki fram og staðfesti að hann verði áfram.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, Heimir Guðjónsson, Ólafur Kristjánsson og Ólafur Jóhannesson eru allir orðaðir við þjálfarastöðuna í Kópavogi.

Heimir hefur rætt við fleiri félög en sagt er að hann hafi að fyrra bragði haft samband við Breiðablik, og látið félagið vita af áhuga sínum að taka við.

Blikar reyna að fá Höskuld Gunnlaugsson endanlega til félagsins, hann er í láni frá Halmstad en skoðar það að koma endanlega heim. Þá hefur félagið áhuga á að fá Alfons Sampsted endanlega heim frá Norrköping.

FH:

FH-ingar skoða leikmannamál sín gaumgæfilega. Davíð Þór Viðarsson leggur skóna á hilluna og Atli Guðnason er sagður íhuga það sama.

Ekki er líklegt að FH semji við Gunnar Nielsen og Kristinn Steindórsson, báðir geta farið frítt frá félaginu enda samningar þeirra á enda í haust. Þá er Cedric D´Ulivo bakvörður liðsins orðaður við Stjörnuna.

Ólafur Kristjánsson mun að öllu óbreyttu halda áfram sem þjálfari FH, talsverðar mannabreytingar verða á liðinu. FH vill reyna að framlengja samninginn við Morten Beck Andersen sem kom á miðju sumri.

Stjarnan

Stjarnan hefur áhuga á að fá Ingvar Jónsson markvörð heim, hann var besti maður deildarinnar árið 2014 þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari. Þá fer Guðjón Orri Sigurjónsson líklega frá félaginu.

Ef Ingvar kemur mun Haraldur Björnsson fara, hann er samningslaus. Fylkir og fleiri lið fylgjast með hans máli.

Rúnar Páll Sigmundsson heldur áfram sem þjálfari Stjörnunnar ef marka má sögunnar, þjálfarinn hefur verið í starfi frá 2013. Hann vill fara í talsverðar breytingar á liðinu.

Björn Berg Bryde sem hefur verið í láni hjá HK fer líklega aftur til Stjörnunnar. Möguleiki er á að Martin Rauschenberg fari heim til Danmörkur.

HK:

Líklegt er að Hörður Árnason leggi skóna á hilluna eftir tímabilið. Annars skoðar HK styrkingar fremst á vellinum fyrir næsta tímabil.

ÍA:

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA gæti farið í atvinnumennsku. Mörg félög hafa áhuga á þessum efnilega pilti sem er fæddur árið 2002.

Ekki er búist við að margir leikmenn komi inn hjá ÍA. Félagið horfir inn á við en félagið er með besta 2 flokk landsins.

Valur:

Breiðablik, Víkingur, KR og FH hafa öll áhuga á að fá Sigurð Egil Lárusson frá Val, hann er samningslaus og viðræður um nýjan samning hafa gengið illa.

Valur hefur áhuga á því að rifta samningum við Emil Lyng og Kaj Leó sem báðir komu fyrir tímabilið.

Bjarni Ólafur Eiríksson mun að öllum líkindum leggja skóna á hilluna, hann var hættur fyrir komandi tímabil en Valur fékk hann til að koma til baka. Hann ætlar nú að leggja skóna á hilluna.

Framtíð Ólafs Jóhannessonar hangir á bláþræði, ekkert fæst gefsti upp um hvað gerist. Ólafur er sagður afar óhress með það að fá ekki annað tímabil, hann færði félaginu fjóra titla á fjórum árum. Hann telur að eitt slakt tímabil eigi ekki að kosta hann starfið.

Gróa á leiti heldur því fram að stjórnarmenn Vals hafi haldið til Færeyja á dögunum til að ræða við Heimi Guðjónsson að taka við liðinu.

Birkir Heimisson fyrrum leikmaður Heerenveen í Hollandi er á óskalista Vals. Hann er miðjumaður sem ólst upp hjá Þór. Hann er sagður vera að skrifa undir á Hlíðarenda.

Víkingur Reykjavík:

Víkingur skoðar það að kaupa Guðmund Andra Tryggvason frá Start, hann er á láni frá Noregi en hefur slegið í gegn í Fossvoginum.

Líklegt er að bæði Nikolaj Andreas Hansen og Rick Ten Voorde fari frá Víkingi en félagið mun halda áfram með stefnu sína að reyna að fá unga íslenska leikmenn.

Fylkir:

Staðfest hefur verið að Helgi Sigurðsson hætti með Fylki. Ólafur Ingi Skúlason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Ágúst Gylfason og Ólafur Jóhannesson hafa allir verið nefndir til sögunnar sem arftakar hans. Einnig er möguleiki á að Fylkir fái erlendan þjálfara.

Ejub Purisevic hefur áhuga á að þjálfa í bænum og er nafn hans talsvert orðað við Árbæinn.

Helgi Valur Daníelsson skoðar það hvort tími sé kominn að leggja skóna á hilluna en hann hefur verið öflugur með Fylki í ár.

KA:

Rodrigo Mateo miðjumaður Grindavíkur er að ganga í raðir KA, þar er Óli Stefán Flóventsson hans fyrrum þjálfari við stýrið.

Milan Stefán Jankovic er svo á óskalista Óla Stefáns sem næsti aðstoðarþjálfari.

Grindavík:

Stefan Alexander Ljubicic fer frá Grindavík en hann vill leika í efstu deild, mörg lið hafa áhuga á honum.

Grindavík vill einnig fá Milan Stefán til starfa og þá mögulega sem aðalþjálfari.

ÍBV:

Þjálfaramál ÍBV eru til skoðunnar, nokkur nöfn eru á blaði og viðræður við aðila munu eiga sér stað á næstu vikum. Heimir Guðjónsson hafnaði starfinu.

Eyjamenn skoða hvort hægt sé að fá David Atkinson aftur til félagsins en hann hefur reynst félaginu vel áður.

Aðrar deildir:

Albert Ingason framherji Fjölnis gæti gengið í raðir Kórdrengja en liðið er komið upp í 2. deild.

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Selfoss gæti tekið við Víkingi Ólafsvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Í gær

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Í gær

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“