fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Það góða og slæma er KR tryggði sér titilinn – ,,Tók á sig launalækkun til að klára það ókláraða“

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. september 2019 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR er Íslandsmeistari Pepsi Max-deildar karla árið 2019 en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins.

KR mætti Íslandsmeisturum síðasta árs í Val og höfðu betur með einu marki gegn engu á Hlíðarenda.

Pálmi Rafn Pálmason sá um að tryggja þeim svarthvítu sigurinn en tvær umferðir eru eftir í mótinu sjálfu.

KR er með 46 stig á toppi deildarinnar en Breiðablik er í öðru sætinu með 37 eftir leik við Stjörnuna.

Hér má sjá það góða og slæma úr leik kvöldsins.

Plús:

Það er magnað afrek fyrir KR að vinna deildina í ár, KR hefur oft verið með betri mannskap. Liðið hefur hins vegar haldið velli í allt sumar, spilaðan agaðan og stöðugan leik.

Rúnar Kristinsson er að gera KR að Íslandsmeisturum á öðru tímabilinu í endurkomunni, hann tók við liði sem var í veseni Hann hefur náð því besta fram úr hverjum einasta manni.

Sigurinn er sætur fyrir Pálma Rafn Pálmason, hann hafði upplifað erfiða tíma í KR. Hann tók á sig launalækkun til að klára hið ókláraða verk eins og hann orðaði það. Verkið var klárað í kvöld, Pálmi var síðast Íslandsmeistari árið 2007 með Val.

Þeir hafa kannski ekki fengið mesta hrósið en Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Tómas, í hjarta varnarinnar. Hafa verið magnaðir í sumar. Eitt besta miðvarðar par sem ég man eftir í efstu deild.

Mínus:

Kvöldið kórónar vont tímabil Vals, þeirra erkifjendur verða Íslandsmeistarar á þeirra heimavelli og vonir um Evrópusæti nánast úr sögunni.

Kvöldið er líka vont fyrir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð. Hann gat valið að fara í KR þegar hann kom heim í apríl. Hann valdi Val og situr uppi með sárt ennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar