fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Kári Árnason á leið í myndatöku: „Það er óskhyggja en ekki raunveruleikinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 13:33

Mynd: Eyþór Árnason Kári Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir það að miðvörðurinn Kári Árnason sé meiddur og verði frá í nokkurn tíma. Kári spilaði með íslenska landsliðinu í gær sem mætti Albaníu í undankeppni EM ytra.

Kári virtist hafa tognað undir lok leiksins í gær en íslenska liðið þurfti að sætta sig við slæmt 4-2 tap. Afar litlar líkur eru því á að Kári verði heill fyrir helgina er Víkingur Reykjavík spilar við FH.

Um er að ræða úrslitaleik Mjólkurbikarsins og er þá mögulegt að Kári spili ekki meira á tímabilinu. ,,Ég talaði við hann fyrir klukkutíma, hann er að fara í myndatöku klukkan 16:00 í dag. Þá vitum við meira, þetta leit ekki vel út,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við okkur í dag.

,,Ég hef góða reynslu af svona meiðslum, það er nánast vonlaust. Hann hefur lent í þessu aðeins áður, hann hefur ekki tognað mjög oft. Ég er að vona að hann viti ekki hvað tognun er, þá eru þetta bara krampar. Það er óskhyggja en ekki raunveruleikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður