fbpx
Laugardagur 19.september 2020
433Sport

Hjörtur svekktur eftir EM og ræðir nýtt hlutverk: ,,Ekki staða sem ég ætla að leggja undir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Tirana

Hjörtur Hermannsson er orðinn mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu en hann spilar þar í bakverði.

Hjörtur spilar miðvörð með félagsliði sínu Brondby en þarf að leysa annað hlutverk undir stjórn Erik Hamren.

Hann mun að öllum líkindum byrja leik morgundagsins gegn Albaníu í undankeppni EM.

,,Ég get ekki sagt það en einhvern veginn fannst mér styttra í það en almenningur bjóst við,“ sagði Hjörtur.

,,Ég hafði átt nokkur spjöll við Hamren áður en ég kom í þessi verkefni og hann sagði mér frá því hvað hann sæi fyrir. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki gerst aðeins hraðar en ég bjóst við. Ég tek því bara fagnandi.“

Hjörtur missti áður sæti sitt í landsliðinu og viðurkennir að það hafi verið súrt að taka því eftir EM árið 2016.

,,Það er súrt. Maður vill vera í landsliðinu, í íslenska A landsliðinu eru þeir leikmenn sem standa sig best og á þeim tíma fannst mér ég vera að standa mig nægilega vel til að vera í hóp en beint eftir EM var tekin ákvörðun um að ég myndi fara aftur í U21 enda gjaldgengur þar. Við vorum grátlega nálægt því að komast á lokamót þar.“

,,Í framhaldinu af því þá var erfitt að vera ekki í hóp. Svo kem ég aftur í hópinn en var í stuðningshlutverki sem var ekkert furðulegt í ljósi þess að þessir gæjar hafa gert þetta svo lengi og svona vel.“

,,Helst miðvörðurinn okkar og bakvörðurinn okkar, þær stöður sem ég hefði getað leyst. Það er enn sætara þegar það kemur loksins að því.“

Það er ekki erfitt að koma inn í svo sterkan hóp eins og íslenska landsliðið er að sögn Harðar en níu af 11 leikmönnum sem unnu Moldóva á laugardag byrjuðu á EM í Frakklandi.

Aðeins Hjörtur og Arnór Ingvi Traustason voru nýliðar í byrjunarliðinu í verkefni helgarinnar.

,,Það er gífurleg rútína í þessum hóp og þeir vita hvað er ætlast af hvor öðrum og það sama á um mig. Það gengur örugglega eins fyrir Arnór en hann verður að svara fyrir sjálfan sig.“

,,Við höfum fylgst með þessu, hvaða hlutverk þarf maður að fylla inn í og það hefur hjálpað mér persónulega. Svo er þetta þannig í fótbolta að þú gerir það sem þú ert bestur í og bætir það sem má bæta.“

Hjörtur bætir við að það sé fínt fyrir sig að spila bakvörð og ræðir svo leikinn gegn Albaníu í lok viðtalsins.

,,Mér finnst fínt að spila bakvörð, sérstaklega í íslenska landsliðinu. Þú ert með það reynslumikla menn í kringum þig og leikstíllinn er þannig að hann hentar mér ágætlega. Ég sinni mínu varnarhlutverki eins vel og ég get og svo sóknarlega þá reyni ég að koma inn með það sem ég hef fram á að færa. Þetta er ekki staða sem ég sé fram á að fara að leggja alveg undir mig, að sækjast að spila þar með félagsliði.“

,,Þetta gæti orðið smá skák upp á hvar lið eru að missa stig en við erum ekki hér í þeim hugleiðingum og getum ekki hugsað um hvernig Tyrkir og Frakkar eru að standa sig.“

,,Frakkar eru líklega að fara að klára alla sína leiki og á sama hátt er líklegt að Tyrkir gætu misst stig hér og þar og þá fókusum við á okkur sjálfa og klárum þá leiki sem við höfum áhrif á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“
433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun